Kennarar segja þvert nei við tillögu forsetans um menntamálaráðuneytið
Róbert Jóhannsson
2025-03-30 21:32
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Um níu af hverjum tíu bandarískum nemendum eru í almenningsskólum sem heyra undir menntamálaráðuneytið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók það skýrt fram bæði í kosningabaráttunni og þegar hann tók við embætti að hann ætlaði að leggja menntamálaráðuneytið niður.
Rebecca Pringle hefur kennt í almenningsskólum í rúma þrjá áratugi. Hún er formaður samtaka kennara í almenningsskólum, NEA. Hún segir kennara þekkja stöðu nemenda vel og ákvörðun forsetans um að leggja ráðuneytið niður eigi eftir að bitna langmest á þeim efnaminni í Bandaríkjunum.
Pringle bætir því við að forsetinn hafi ekki vald til þess að leggja ráðuneytið niður. Það sé þingmanna að taka ákvörðun um framtíð ráðuneyta Bandaríkjastjórnar. Þingkosningar verða á næsta ári þar sem öll sæti fulltrúadeildarinnar og ríflega þriðjungur öldungadeildarsæta eru undir.
Pringle segir kennara hafa lagt mikið á sig við að hvetja þingmenn til að tryggja fjármögnun almenningsskóla í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir standi með nemendum sínum og segi þvert nei við því að stjórnvöld leggi niður fjármagn til bandarískra grunnskóla. „Nei, þið dragið ekki úr fjármagni til skólanna okkar til að gefa milljarðamæringum sem eiga nú þegar nóg, þegar börnin okkar þurfa á meiru að halda“.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- NEAsjóðurinn sem á endanum var aðalfjárfestir í þessari fjármögnunarlotu
- Rebecca Pringle
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 204 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,74.