Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur
Siggeir Ævarsson
2025-03-30 21:32
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Landsliðmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason verður frá keppni næstu vikur en meiddist á kálfa í leik gegn Dijon síðastliðinn miðvikudag.
Tryggvi var ekki í leikmannahópi Bilbabo í dag þegar liðið beið lægri hlut gegn Real Madrid, 88–70, en báðir aðalmiðherjar liðsins eru nú á meiðslalista.
Jaume Ponsarnau, þjálfari Bilbabo, staðfesti fréttirnar í viðtali fyrir leikinn gegn Real en sagðist sjálfur vænta frekari frétta af framvindu mála eftir því sem Tryggvi og Marvin Jones, sem deilir miðherjastöðunni með Tryggva, yrðu betur skoðaðir af læknateymi liðsins.
Ponsarnau sagðist þó engu að síður reikna með að verða án þeirra í einhverjar vikur svo að vonandi verður Tryggvi orðinn stálsleginn fyrr en varir en deildarkeppninni á Spáni lýkur í lok maí og þá tekur úrslitakeppnin við.
Nafnalisti
- Dijonfranskt lið
- Jaume Ponsarnau
- Marvin Jonesútherji liðsins
- RealMadrídarlið
- Tryggvi Snær Hlinasonlandsliðsmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 126 eindir í 4 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,80.