Stjórnvöld svipta Columbia-háskóla styrkjum upp á 400 milljónir bandaríkjadala

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

2025-03-07 21:18

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandaríkjastjórn hefur svipt Columbia-háskóla alríkisstyrkjum vegna meintrar gyðingaandúðar. Styrkirnir eru upp á 400 milljónir bandaríkjadala, andvirði rúmlega 56 milljarða íslenskra króna.

Í yfirlýsingu frá menntamálaráðuneytinu segir styrkirnir hafi verið afturkallaðir vegna aðgerðarleysis skólayfirvalda í ljósi viðvarandi áreitni í garð nemenda sem eru gyðingar.

Talsmaður háskólans sagði við fjölmiðilinn Axios skólinn væri skoða tilkynningu stjórnvalda. Skólayfirvöld heiti því vinna með alríkisstjórninni til styrkina aftur.

Við tökum lagalegar skyldur skólans alvarlega og skiljum hversu alvarleg þessi tilkynning er. Við heitum því berjast gegn gyðingahatri og tryggja öryggi og vellíðan nemenda okkar, kennara og starfsfólks, sagði í yfirlýsingu skólans til Axios.

Columbia-háskóli var þungamiðja háskólamótmæla gegn hernaðaraðgerðum Ísraels á Gaza og til stuðnings Palestínufólki. Þúsundir nemenda mótmæltu í um 140 háskólum víðs vegar um Bandaríkin. Sums staðar voru tjaldbúðir reistar á háskólasvæðum og rúmlega 2500 manns voru handtekin.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því fyrr í vikunni draga til baka alríkisstyrki í öllum háskólum sem hann sagði leyfa ólögleg mótmæli.

Nafnalisti

  • Axiosbandarískur miðill
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 171 eind í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.