Stjórnmál

Ný könnun um við­horf til veiðigjalda

Gunnar Reynir Valþórsson

2025-04-04 11:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í hádegisfréttum fjöllum við meðal annars um nýja könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu og fjallar um viðhorf þjóðarinnar til veiðigjalda.

Þar eru svarendur spurðir hversu hlynntir þeir eru boðuðum breytingum á veiðgjaldakerfinu og hvort þeir telji útgerðin geti greitt meira í slík gjöld.

Einnig verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í gær fundaði með kollega sínum Marco Rubio í Brussel. Hún vill ekki fara náið út í hvað þau ræddu, en sgir fyrstu samskipti lofi góðu.

Að auki segjum segjum við frá átaki sem Barnaheill standa fyrir í þessum mánuði og snýst um vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum.

Í sportpakka dagsins er það svo landsleikur Íslands og Noregs sem verður til umfjöllunar en þær norsku eru ekki sérstaklega hrifnar af vallaraðstæðunum sem þeim er boðið upp á.

Nafnalisti

  • Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 138 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 3 málsgreinar eða 50,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,81.