EfnahagsmálViðskipti

Hluta­bréf taka dýfu við opnun markaða

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-10 14:47

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hlutabréf í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu við opnun markaða rétt í þessu, þar sem áhyggjur fjárfesta af efnahagslegri óvissu og stefnu Bandaríkjastjórnar halda áfram hafa áhrif á markaðinn.

S & P 500 vísitalan féll um tæp 2%, Nasdaq Composite lækkaði nærri 3% og Dow Jones Industrial Average tapaði yfir 300 punktum í fyrstu viðskiptum dagsins.

Stóru tæknifyrirtækin hafa orðið fyrir sérstaklega þungum skellum síðustu daga.

Tesla lækkaði um meira en 8% í viðskiptum í morgun, á meðan tæknirisarnir, þar á meðal Apple, Microsoft, Alphabet og Nvidia, lækkuðu um meira en 2%. Þetta kemur í kjölfar þess S & P 500 vísitalan tapaði 3,1% í síðustu viku sem er mesta vikulega lækkun hennar í hálft ár.

Óvissa um stefnu Bandaríkjastjórnar hefur ýtt undir óróleikann, en Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í viðtali við Fox News um helgina ekki útiloka efnahagssamdrátt á þessu ári.

Það verður tímabil umbreytinga vegna þess það sem við erum gera er mjög stórt, sagði forsetinn.

Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna Howard Lutnick reyndi draga úr áhyggjum fjárfesta og sagði í viðtali við NBC News engin kreppa í vændum.

Viðskiptamenn á Wall Street óttast ófyrirsjáanleg tollastefna stjórnvalda gæti haft neikvæð áhrif á hagvöxt Bandaríkjanna.

Þegar óvissa eykst leita fjárfestar í öruggari eignir, sem hefur leitt til hækkunar á skuldabréfaverði og lækkunar á ávöxtunarkröfu.

Ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa fór niður fyrir 4,23%, eftir hafa verið yfir 4,31% í lok síðustu viku.

Bandaríkjadalur hefur einnig veikst og WSJ Dollar Index er við lægsta gildi sitt frá því snemma í nóvember.

Erlendir markaðir hafa einnig brugðist við bandarískum óstöðugleika.

Í Evrópu féll Stoxx Europe 600 vísitalan, þar sem lækkanir í banka- og tæknigeiranum drógu hana niður um 0,6%.

Þýska DAX-vísitalan, sem hafði náð sögulegum hæðum í síðustu viku, lækkaði um meira en 1%.

Fjárfestar eru í biðstöðu og fylgjast náið með komandi efnahagsgögnum og yfirlýsingum frá bandarískum stjórnvöldum.

Samkvæmt Financial Times er spurningin hvort markaðurinn hafi gengið of langt í viðbrögðum sínum við óvissunni eða hvort þetta aðeins byrjunin á dýpri lækkunum.

Í ljósi hratt breytilegs efnahagsumhverfis gætu næstu dagar orðið mikilvægir í ákvarða hvert hlutabréfamarkaðurinn stefnir á næstunni.

Nafnalisti

  • Alphabetmóðurfélag Google
  • BandaríkjannaDepartment of Homeland Security
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Dow Jones Industrial Average
  • Financial Timesbreskt dagblað
  • Fox Newsbandarísk sjónvarpsstöð
  • Nasdaq Composite
  • NBC Newsbandarísk fréttastöð
  • Nvidiaörflöguframleiðandi
  • Stoxx Europe
  • Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna Howard Lutnick
  • Wall Streetkvikmynd
  • WSJ Dollar Index

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 373 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,78.