Landgrunn Íslands nær lengst 570 mílur

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 11:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur gert það tillögu sinni Ísland fái fullveldisréttindi yfir landgrunninu á Reykjaneshrygg sem nemur allt 570 sjómílum frá strönd landsins, eða um þúsund kílómetrum.

Bjarni Már Magnússon doktor í lögfræði með sérstaka áherslu á hafrétti var nýverið gestur Dagmála og ræddi þessa niðurstöðu. Hann segir afar mikla hagsmuni í húfi fyrir Ísland og þá ekki síst í ljósi þess ákvörðunin er endanleg og bindandi og gildir um aldur og ævi.

Deilur um landgrunn milli ríkja lúta oftast hagsmunum á borð við möguleika á vinna olíu og gas. Því er ekki heilsa á Reykjaneshrygg en eins og Bjarni Már bendir á þá er ómögulegt sjá fyrir hvernig tækni og þekking á eftir þróast.

Stórmerkileg ákvörðun

Hvað er eftir tvö hundruð ár? Þá er kannski komin einhver tækni og miklu meiri þekking og þá gæti verið komið eitthvað allt annað sem finnst þarna í miklu mæli. Af því þetta á vera um aldur og ævi, bara svo lengi sem íslenska ríkið er til, segir Bjarni Már. Hann lýsir þeirri skoðun sinni þessi ákvörðun nefndarinnar stórmerkileg.

Yfirráð yfir landgrunni eru annars eðlis en önnur lögsögubelti við Ísland. Í fyrsta lagi er eingöngu um ræða sjálfan sjávarbotninn en ekki hafsvæðið sem slíkt. Fullveldisyfirráð fela það í sér Ísland hefur yfirráð yfir ólífrænum náttúruauðlindum á svæðinu og öðlast jafnframt réttindi yfir lífverum, þegar kemur svokölluðum botnsetu tegundum.

Fullveldisréttindi á landgrunni tryggja Ísland hefur fullan rétt þegar kemur auðlindanýtingu og rannsóknum. þegar tillögurnar liggja fyrir og eru endanlegar og bindandi þarf einungis innanlandslöggjöf sem lögbindur þessa hagsmuni Íslands og réttinn sem felst í niðurstöðu Landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna.

stendur bara Hatton Rockall eftir

Ísland hefur gert tilkall til landgrunnsréttinda á þremur svæðum. Það var svæðið á Reykjaneshrygg sem hefur verið úrskurðað um. Svo var svæði í Síldarsmugunni svokölluðu sem einnig hefur verið úrskurðað um. Þá stendur bara eftir tilkall Íslands á Hatton Rockall svæðinu. Bjarni Már býst við það geti tekið mun lengri tíma og telur óvíst hann lifi sjá niðurstöðu þar.

Bjarni Már var spurður, ef Íslands væri fyrirtæki á hlutabréfamarkaði hvaða áhrif stækkun landsgrunnsins myndi hafa á virði félagsins. Hann segir meta megi þessa niðurstöðu í því samhengi til þess virði Íslands myndi aukast um einhver prósent. Eigum við ekki segja það.

Þátturinn með Bjarna Má er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í heild sinni.

Nafnalisti

  • Bjarni Már Magnússonprófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Hatton Rockall

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 430 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.