Andreas verður gestakokkur á Eyju vínstofu um helgina
Ritstjórn mbl.is
2025-04-04 11:40
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Mikið verður um dýrðir á Eyju vínstofu & bistro á Akureyri í kvöld, föstudaginn 4. apríl og á morgun, laugardaginn 5. apríl, en þá verður haldið glæsilegt Pop Up með engum öðrum en Andreasi Patreki Williams Gunnarssyni, matreiðslumanni á Monkeys. Hann mun töfra fram fimm rétta matseðil fyrir gesti Eyju, þar sem ástríða hans fyrir íslenskri matargerð fær að njóta sín.
Andreas hóf feril sinn sem nemi á Dill og hefur síðan þá unnið bæði í Danmörku og á veitingastöðum í Reykjavík. Hann hefur haldið POP-UP viðburði í Noregi og á Íslandi, og nú fær Akureyri tækifæri til að upplifa matargerð hans í fyrsta flokks umhverfi í eyju.
„Við erum mjög spennt að fá Andreas til okkar norður og undirbúningur er kominn á fullt hjá okkur,“ segir Guðbjörg. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá tækifæri til að hýsa POP-UP sem þetta. Andreas er mjög hæfileikaríkur, hann er með brennandi áhuga og ástríðu fyrir matargerð sem mun skila sér á diskana,“ segir Guðbjörg Einarsdóttir, vert og einn af eigendum Eyju vínstofu & bistro.
Framúrskarandi teymi matreiðslu og þjónustu
Alexander Alvin,“ executive chef“, á Eyju og á Hótel Vesturlandi og Helgi Pétur Davíðsson, yfirþjónn á Eyju, munu ásamt Andreasi og fleiri snillingum sjá til þess að gestir fái einstaka upplifun. „Við munum taka vel á móti Andreasi og hans teymi, við hlökkum til að bjóða gestum upp á frábæra kvöldstund með ljúffengum mat og góðu andrúmslofti,“ segir Guðbjörg enn fremur.
Eyja vínstofa & bistro er staðsett í hjarta Akureyrar og getur tekið u.þ.b. 55 gesti í sæti í einu. Staðurinn breytist svo í vínbar eftir matarkeyrsluna um helgar.
„Við tökum bara inn vín á Eyju sem okkur finnst góð. Við reynum líka að hafa mjög fjölbreytt úrval af vínum í boði, alveg frá náttúruvínum yfir í mjög klassísk vín, það ættu allir að finna sér vín við sitt hæfi.“
Glæsilegur matseðill og áframhaldandi viðburðir
Andreas leggur mikið upp úr íslenskri matarmenningu og uppáhaldshráefni hans eru þau sem hann finnur í íslenskri náttúru. Andreas er spenntur að koma og deila sinni matargerð með okkur hér fyrir norðan,“ segir Guðbjörg.
Teymið í Eyju hyggst halda áfram að skipuleggja fleiri Pop Up-viðburði í framtíðinni. „Við finnum fyrir miklum áhuga frá Akureyringum og viljum halda áfram að bjóða upp á spennandi viðburði í heimabyggð. Fyrst og fremst viljum við að bæjarbúar geti verið stoltir af Eyju og því sem við höfum upp á að bjóða,“ bætir hún við.
Verðið á fimm rétta Pop Up-matseðlinum er 10.900 krónur og þá er nánast fullbókað.
Nafnalisti
- Alexander Alvin
- Andreas Patrek Williams Gunnarsson
- Eyjasýning
- Guðbjörgfyrrum framkvæmdastjóri Cintamani ásamt því að hafa víðtæka reynslu af mannauðsmálum og rekstrarráðgjöf fyrirtækja
- Guðbjörg Einarsdóttir
- Helgi Pétur Davíðsson
- Monkeysveitingastaður
- Popflokkur
- Pop Up
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 454 eindir í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,67.