Fjandskapur grannþjóða vegna tollastríðs og mótmæli í Serbíu
Bogi Ágústsson
2025-03-06 11:14
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að fimmtudagsvenju við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugga vikunnar. Að þessu sinni var rætt um óeirðir í þinginu í Belgrad og víðtæk mótmæli í Serbíu. Þá var rætt um afleiðingar refsitolla Donalds Trumps á efnahagslíf heimsins, Kanadamenn eru reiðir Bandaríkjastjórn og forðast að kaupa bandarískar vörur. Bílaframleiðendur og bændur í Bandaríkjunum eru einnig gramir vegna tollanna. Einnig var rætt um óánægju í Tasiilaq á austurströnd Grænlands vegna lélegra samgangna og í lokin fjallað um framburð á nafni pólsku frelsishetjunnar Lech Wałęsa.
Reiði í Serbíu og átök í þinginu
Mótmælin í Serbíu hófust þegar skyggni yfir inngangi lestarstöðvar í Novi Sad hrundi í nóvember og 15 létust. Mótmælendur telja að spilling hafi ráðið því að eftirliti var ábótavant þegar lestarstöðin var gerð upp. Í vikunni kom til átaka við setningu vorþings serbneska þingsins í Belgrad. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kveiktu í blysum, hentu reyksprengjum og sprautuðu táragasi yfir þingsalinn í dag. Þrír þingmenn slösuðust svo mikið í átökunum að flytja þurfti þá á sjúkrahús.
Tugþúsundir hafa tekið þátt í mótmælunum í Serbíu. Bæði Miloš Vučević, forsætisráðherra, og Milan Đurić, borgarstjóri Novi Sad, sögðu af sér embætti í lok janúar vegna mótmælanna. Aleksandar Vučić forseti Serbíu hefur gefið í skyn að efnt verði til nýrra þingkosninga.
Viðbrögð við tollum Trumps
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að leggja 25 prósenta refsitoll á innflutning frá Kanada og Mexíkó. Bændur og bílaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa tekið þessum tollum illa og hefur Trump frestað um mánuð gildistöku tolls á bílahluti. Breska tímaritið The Economist telur að tollar sem lagðir verða á bílaviðskipti leiði til um 350 þúsund króna hækkunar á verði nýrrar bifreiðar. Financial Times segir að reiði ríki meðal bandarískra bænda vegna tolla Trumps sem bæði hindri útflutning matvæla og hækki verð á áburði og öðrum aðföngum.
Afleiðingar viðskiptastríðs
Trump hefur boðað að refsitollar verði lagðir á vörur sem framleiddar eru í ríkjum Evrópusambandsins þann 2. apríl. Evrópskir ráðamenn hafa sagt að slíkum tollum verði svarað með tollum á bandarískar vörur. Hagfræðingar eru einu máli um að viðskiptastríð sem brýst út vegna gagnkvæmra tolla verði til þess að allir tapi. Tollar Trumps hafa mælst illa fyrir á mörkuðum heims þar sem hlutabréf hafa fallið í vikunni. Sky-fréttastofan segir að þegar megi sjá afleiðingar í bandarísku efnahagslífi, þar sem spáð er 2,8 prósenta samdrætti á fyrsta ársfjórðungi. Þá sé hætta á aukinni verðbólgu.
Reiði í Kanada
Kanadamenn eru reiðir Bandaríkjunum vegna tollanna sem Trump hefur lagt á vörur sem framleiddar eru í Kanada. Stjórnin í Ottawa hefur svarað með tollum á bandarískar vörur og viðbrögð almennings hafa verið að hundsa bandaríska framleiðslu og kaupa frekar vörur sem framleiddar eru í Kanada. Þá vakti athygli myndasyrpa sem sýnir er kanadagæs verst árás skallaarnar svo örninn varð undan að láta. Skallaörn er þjóðarfugl Bandaríkjanna og kanadagæsin er Kanadamönnum hjartfólgin. Örninn reyndi að sögn ljósmyndarans ítrekað að drepa gæsina en gafst upp eftir 20 mínútna bardaga. Þá fögnuðu Kanadamenn mikið þegar íshokkílandsliðið lagði bandaríska liðið í Boston.
Hér má hlusta á Heimsglugga vikunnar
Nafnalisti
- Aleksandar Vučić
- Björn Þór Sigbjörnssondagskrárgerðarmaður á Rás 1
- Bogi Ágústssonfréttamaður hjá RÚV
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Donald Trumpsfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
- Financial Timesbreskt dagblað
- Lech Wałęsakjörinn forseti Póllands
- Milan Đurić
- Miloš Vučevićvarnarmálaráðherra Serbíu
- Novi Sadborg
- Sky-fréttastofaneinn þeirra fjölmiðla sem birt hefur myndir af öllum fórnarlömbunum og upplýsingum um hvert og eitt þeirra
- Tasiilaqgrænlenskt skip
- The Economistbreskt tímarit
- Þórunn Elísabet Bogadóttiraðstoðarritstjóri Kjarnans
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 518 eindir í 34 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 34 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.