Lýð­ræðið deyr í myrkrinu

Heiðar Örn Sigurfinnsson

2025-03-27 15:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið hljóma eins og spádómur, en ekki heróp. Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað því grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist. Blaða- og fréttamenn um allan heim finna þetta á eigin skinni, og þurfa í seinni tíð verjast rætnum, persónulegum árásum og jafnvel ógnunum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð.

Það á vera sjálfsagt segja fréttir í lýðræðissamfélögum. Einkum fréttir af þeim sem fara með völd í krafti embætta sinna eða auðæfa. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla er halda almenningi upplýstum um athafnir kjörinna fulltrúa og annarra embættismanna, veita þeim aðhald og spyrja þá erfiðra spurninga. Verkefnið hefur alltaf verið vandasamt, erfitt og vanþakklátt, en fáist enginn til taka það sér, og gera það vel, þá fellur myrkrið á. Lýðræðið þrífst ekki án þess.

Hér á Íslandi er staðan orðin , sárafáir fréttamiðlar eru eftir uppistandandi, og starfandi blaðamönnum hefur fækkað til mikilla muna. Það leggur enn ríkari ábyrgð á herðar þeirra sem eftir eru þeir standi sig og sinni störfum sínum af heilindum.

Undanfarið hefur verið barið á fjölmiðlum hérlendis fyrir veita valdhöfum aðhald. síðast hafa margir gagnrýnt fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning 20. mars síðastliðinn, daginn sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra, og einnig fyrir umræðu um málið í Silfrinu mánudaginn 24. mars. Starfsfólk RÚV er auðvitað ekki óskeikult og tekur mark á málefnalegri gagnrýni. Lengi ræða um efnistök og framsetningu einstakra frétta, einkum í málum sem þróast um leið og fréttir eru sagðar af því. Þá er betra vera með staðreyndir málsins uppi á borðum þegar rætt er um framsetningu þeirra.

Hér eru nokkrar staðreyndir málsins:

1. Ásthildur Lóa hafði sjálf ákveðið segja af sér ráðherraembætti áður en fyrsta fréttin var flutt af ástæðum afsagnarinnar.

2. Fréttastofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtölum við barnsföður Ásthildar Lóu og fyrrverandi tengdamóður hans, sem hafði sent forsætisráðuneytinu erindi um málið.

3. Fréttastofa RÚV reyndi allan daginn sambandi við Ásthildi Lóu til hennar hlið á málinu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þar sem hún ákvað sjálf sér væri ekki sætt á ráðherrastóli.

4. Ásthildur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, hún hefði ákveðið segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum uppsagnarinnar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki skyggði á störf ríkisstjórnarinnar. Hún lýsti því sjálf sem beinagrindinni í sínum skáp.

Fréttastofa RÚV hefur verið sökuð um ýmsar rangfærslur í fréttinni, en engin þeirra hefur staðist skoðun. Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og staðreynd Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.

Fréttamaðurinn sem vann fréttina, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, hefur orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti eftir fréttin fór í loftið, og sökuð um ýmis annarleg sjónarmið, fyrir það eitt vinna vinnuna sína af vandvirkni, heilindum og fagmennsku, í fullu samráði við ritstjórn fréttastofunnar. Það er miður sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á vita betur.

Það er aldrei þægilegt eða þakklátt starf segja fréttir af viðkvæmum einkahögum fólks, og þeir eiga yfirleitt takmarkað erindi í fréttir. Það er hlutverk og tilgangur fréttamiðla segja frá atburðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess ráðherra ekki sætt í embætti, hversu óþægilegar og dapurlegar sem þær kunna vera.

Ef fjölmiðlar sinna ekki þessu hlutverki sínu er alveg óhætt leggja þá niður.

Slökkva ljósið.

Höfundur er fréttastjóri Ríkisútvarpsins.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Sunna Karen Sigurþórsdóttirfréttamaður okkar
  • Washington Postbandarískt dagblað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 741 eind í 38 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 35 málsgreinar eða 92,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.