Menning og listir

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög

Sigurvin Lárus Jónsson

2025-03-29 22:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í sagnaarfi Biblíunnar er 10. öldin blómaskeið, þegar feðgarnir Davíð og Salómon voru konungar í sameinuðu ríki, en á þeim tíma voru jafnframt stórveldin sitt hvoru megin við landið helga í lági. Salómon er sem persóna táknmynd fyrir visku og lögspeki, og þekktasta sagan er af honum sem dómara, þegar hann kveður upp Salómonsdóm, sem leysir vanda með því líta handan laganna.

Það sem gerir Salómon táknmynd visku er aðallega tvennt, annarsvegar var hann konungur á blómaskeiði og hann var opinn fyrir menningu og þekkingu annarra þjóða. Við hann eru kennd ýmis spekirit sem með ólíkum hætti endurspegla framandi menningu, í Gamla testamentinu eru Orðskviðirnir, Ljóðaljóðin og Prédikarinn kennd við Salómon, í Apókrýfum bókum Speki Salómons og frá okkar tímatali Testamenti Salómons. Allar þessar bækur innihalda merkilega texta og fyrstnefnda hefst á orðunum Orðskviðir Salómons […] til þess menn nemi visku og leiðsögn og læri meta orð skynseminnar […] . óttast Drottin er upphaf þekkingar, afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn. Þá eru Ljóðaljóðin erótískt ljóð, sem ein bóka Biblíunnar nefnir Guð hvergi á nafn, en hefur verið túlkuð af bæði gyðingum og kristnum, sem myndmál fyrir ást Guðs á mönnunum. Hinsvegar var Salómon lögspekingur í þeirri merkingu hann leitaði réttlætis handan lagabókstafsins, í anda laganna, og sýndi mannlegum aðstæðum umhyggju og skilning í dómum sínum.

Salómonsdómur

Söguna af Salómonsdómnum er finna í Konungabókum, en í formála sögunnar segist Guð hafa veitt Salómon bænasvar: Salómon biður Guð um vilja til hlýða honum, svo [hann] geti […] greint gott frá illu. Guð veitti honum vitsmuni til skynja hvað rétt er í málum manna. Salómonsdómurinn er harmleikur. Tvær konur gengu fyrir konung, konur sem bjuggu í sama húsi og eignuðust syni með stuttu millibili. Annað barnið andast í harmleik, móðir hans hafði lagst ofan á hann, og önnur konan ásakar hina: Hún reis þá upp um miðja nótt, tók son minn frá mér á meðan ég […] svaf og lagði hann við brjóst sér en dáinn son sinn lagði hún við brjóst mér. […] [Þ] egar ég skoðaði hann nánar [dáinn] í dagsbirtunni ég þetta var ekki sonur minn sem ég hafði fætt. Hin andmælti sögunni og sagði það er sonur minn sem er lifandi en þinn sonur er dáinn. Þannig rifust þær frammi fyrir konungi. Dómur Salómons var ekki réttlátur í sjálfu sér, hann lagði til barnið yrði hoggið í tvennt og skipt á milli kvennanna, en viðbrögð mæðranna uppljóstruðu hið sanna í málinu. Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konunginn því móðurástin brann í brjósti hennar: Æ, herra minn! Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það. En hin sagði: Það er best hvorki ég þú fáir það. Höggvið barnið í tvennt. Salómonsdómur er eins og segir í íslenskri orðabók: réttlátur og viturlegur úrskurður í erfiðu máli. Lögspeki Salómons byggði ekki á vísun í lagabókstaf, engin forn lög leyfðu það kljúfa börn í tvennt, heldur getunni til sjá handan laganna og líta á aðstæður fólks.

Réttarsaga og sagnaarfur Biblíunnar

Fyrir tíma konunganna var stjórnarfar dómara, en þeim er helguð Dómarabókin. Þeir höfðu það hlutverk vera leiðtogar fyrir þjóðina með því túlka vilja Guðs og lög hans. Þau lög er finna í Mósebókunum fimm eða Tórunni, en sjötta bókin er stundum talin með, sem er Jósúabók og segir frá landvinningum og skiptingu landsvæða á milli ættkvísla Jakobs. Lög og lagagreinar eru fyrirferðarmiklar í þessum bókum og auk boðorðanna 10, telja gyðingar sjálfir 613 lagaákvæði í Tórunni. Í elstu bók Íslendinga, Hómilíubókinni, er Salómons getið víða og hann m.a. sagður hafa sagt önd réttláts manns er sess speki. Í Þorláks sögu Helga segir um biskupinn en ef honum báru til vandamál, söng hann það vers sem Salómon hinn spaki bað til guðs á sínum dögum:, Mitte mihi, domine, auxilium de sancto. -sendu mér Drottinn, aðstoð frá hinum heilaga. Ein fegurstu handrit okkar íslendinga innihalda þýðingar og útleggingar af Gamla testamentinu, Stjórn, í einu er finna fagurlega myndskreytingu af Salómon og drottningunni af Saba og í öðru myndskreytingu af konunginum í hásæti sínu. Þá eru til 14. aldar slitrur af íslenskri endursögn riddarasögunnar, Melkólfs saga ok Solomons konungs, þar sem konungurinn hebreski hittir fyrir kotbónda.

Grágás nefnir Salómon ekki á nafn, en byrjar eins og þekkt er á Kristinna laga þætti, þar sem sagt er frá kristnitökunni í fyrstu línu: Á dögum feðra vorra voru þau lög sett allir menn skulu kristnir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður og son og anda helgan. Í Grágás er loks finna hið þekkta orðatiltæki, með lögum skal land vort byggja, sem er aldagamall samnorrænn arfur, sem gæti átt sér upphaf í rómarrétti, og er þekktast í Njálssögu hver hafi lög við annan því með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða. Ólög í Njálssögu, vísa í þá hugmynd ekki beri setja lög sem íþyngi lýðnum og í ljósi kristnitökunnar á Íslandi skuli lögin vera liður í réttlátu samfélagi og undirstaða friðar. Ólög geta líka verið eiginleg ólög, og þó fæst séum við lögfræðingar eða lögmenn, ber okkur sem teljumst kristin, skylda til leitast við sjá samfélag okkar með visku Salómons leiðarljósi og mæta þörfum fólks í anda Jesú.

Ólög og sagnaarfur Biblíunnar

Nútíminn er fullur af ólögum og órétti og það þarf ekki leita langt eftir dæmum, þar sem hið löglega er ekki einungis siðlaust, heldur lög sem sett hafa verið sem kúgunartæki. Víða er samkynhneigð refsiverð, jafnvel er varðar dauðarefsingu, og lög gegn hinsegin fólki réttlætt á grundvelli Biblíunnar. Þá þekkjum við Nürnberger lögin í Þýskalandi Nasismans, sem sviptu gyðinga réttindum sínum, og lagasetningar gegn þeldökku fólki í BandaríkjunumJim Crowog í Suður-Afríku-Apartheid. Nær okkur í tíma og rúmi eru þó dæmi þess, þegar aðstöðumunur hinna ríku og hinna fátæku birtast okkur í löglegum leiðum til leggja ekki til samfélagsins og útlendingar njóta ekki sömu réttinda og heimamenn.

Jesús vitnaði í speki Salómons í dómsræðum sínum og var þar óvæginn í gagnrýni sinni á samfélagið, þessi kynslóð er vond kynslóð, sagði hann. Jesús var sjálfur sakaður um lögbrot, lækna á hvíldardaginn, og [l] ögspekingar andmæltu honum og sögðu: Meistari, þú meiðir okkur líka með því sem þú segir. En Jesús mælti: Vei yður líka, þér lögvitringar! Þér leggið á menn lítt bærar byrðar og sjálfir snertið þér ekki byrðarnar einum fingri. […] Þér hafið hrifsað til yðar lykil viskunnar.

Hin kristna krafa er andmæla ávallt þegar fólk er beitt órétti og setja mannhelgi ofar lagabókstaf.

Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.

Nafnalisti

  • Apartheidorð
  • Davíðtextasmiður og tónlistarspekúlant
  • Helgaein ástsælasta leikkona þjóðarinnar
  • Jakobjafnframt yngsti handritshöfundur áramótaskaupsins
  • Jesúsbarn
  • Jim Crowkarakter
  • Mittehverfa
  • Sabaeinmitt hið forna heiti á Jemen
  • Salómonæskuást
  • Þorlákurknattspyrnulið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1288 eindir í 50 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 37 málsgreinar eða 74,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,50.