Stjórnmál

Alþjóð­leg ráð­stefna mennta­málaráðherra á Ís­landi á morgun

Jón Ísak Ragnarsson

2025-03-23 11:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa.

Mennta- og barnamálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu.

Þar segir sendinefndir OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökunum) muni ræða málefni kennara og menntaumbætur ásamt menntamálaráðherrum og kennaraforystu landanna sem sækja fundinn.

Um er ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi.

Í tilkynningunni segir eftirfarandi um fundinn:

25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa

26 sendinefndir mæta á viðburðinn, þ.m.t. sendinefnd OECD og Education International

Um 200 þátttakendur frá 24 ríkjum

Leiðir saman æðstu valdhafa á sviði menntamála ásamt leiðtogum kennaraforystunnar frá löndum sem standa framarlega í menntamálum í viðræður um menntaumbætur

Auk ráðherranna sækja nafntogaðir leiðtogar á sviði menntamála fundinn á borð við Dr. Mugwena Maluleke, forseta Education International, og Andreas Schleicher, yfirmanns menntamála hjá OECD-nánari upplýsingar undir Biographies

Haldinn árlega frá 2011, í fyrsta sinn á Íslandi

ISTP stendur fyrir International Summit on the Teaching Profession

Vefur ISTP 2025, með nánari upplýsingum um dagskrá og viðfangsefnið

Nýr menntamálaráðherra kynntur á eftir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti síðastliðinn fimmtudag.

Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag, klukkan 15 og síðari klukkan 15:15.

Gera ráð fyrir á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Jafnframt gera ráð fyrir á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður.

Greint hefur verið frá því Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, verði nýr barna- og menntamálaráðherra. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagðist vera á leiðinni á fund.

Nafnalisti

  • Andreas Schleicheryfirmaður menntamála hjá OECD
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Education International
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • International Summit on the Teaching Profession
  • Kennarasamband Íslands
  • Mugwena Maluleke

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 292 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 81,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.