Viðskipti

Ís­land gæti ein­angrast

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-06 11:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í dag blasir við allt önnur mynd en heimur sem við höfum starfað í síðustu áratugi. Viðskiptahömlur, þ.á.m. innflutningstollar, hafa ekki endilega verið eitthvað sem fyrirtæki eins og okkar hefur þurft líta sérstaklega til þegar tekin er ákvörðun um hvar eigi framleiða vörur. Þetta er breytt landslag, segir Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical, þegar hann er spurður út í áskoranir við reka alþjóðlegt fyrirtæki um þessar mundir.

Framleiðsla félagsins fer mestu leyti fram á þremur stöðum: Íslandi, Mexíkó og þar að auki hefur félagið útvistað framleiðslu til samstarfsaðila í Asíu, þar á meðal í Kína.

Sveinn segir fyrirtækið fylgjast grannt með stöðu alþjóðamála. Viðbótartollar á vörur framleiddar í Kína skapi óvissu og aukinn kostnað.

hefur Bandaríkjastjórn sett á 10% innflutningstolla á allar vörur frá Kína, þ.á.m. okkar vörur-og það eykur strax kostnað okkar frá degi til dags. Þessir tollar eru komnir til vera. Þar að auki er óvíst hvað verður um tollana sem átti leggja á Kanada og Mexíkó en var frestað tímabundið. Þetta skapar allt óvissu.

Við höfum sett talsverðan tíma í átta okkur á þeim sviðsmyndum sem gætu komið upp og hvernig við bregðumst við þeim. Á sama tíma eru þetta hlutir sem við stjórnum ekki. Það þarf myndast einhver lína í þessu áður en við tökum stórar og drastískar ákvarðanir um framleiðslu og skipulag okkar reksturs, segir Sveinn.

Þess geta Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur bætt í síðan þetta viðtal var tekið. eru Kínatollarnir komnir upp í 20% og tollar á Kanada og Mexíkó tekið gildi.

Settur hefur verið 25% tollur á flestar vörur frá Kanada. Undantekningin er olía, gas og raforka en 10% tollur var settur á þessar vörur. Sömuleiðis hefur verið lagður 25% tollur á allar vörur frá Mexíkó.

Ísland gæti einangrast

Sveinn segir viðbótartollar muni öllum líkindum leiða til hærra verðs til viðskiptavina. Félagið muni, eins og önnur félög í sömu stöðu, ráðast í þær aðgerðir sem það telur skynsamlegar til standa vörð um reksturinn og framfylgja arðsemismarkmiðum.

En það sem blasir við er þetta verður líklega ekki eina breytingin sem verður á næstu árum. Svo fer þetta líka eftir því hvað önnur lönd gera hefur Bandaríkjastjórn talað ítrekað um það verði mögulega settir á innflutningstollar á allan innflutning frá Evrópu. Þá er spurning hvernig ESB svarar því, segir Sveinn og bendir á Ísland gæti, í einhverjum sviðsmyndum, einangrast frá Bandaríkjunum og Evrópu vegna tolla beggja vegnaenda stendur Ísland utan tollabandalags Evrópu.

Ég hef aðeins áhyggjur af því hvort og þá hvernig Ísland getur haft áhrif á þá stöðu. Við getum auðvitað farið í tvíhliða viðræður við Bandaríkin og Evrópusambandið og reynt tryggja okkar hagsmuni. En það er spurning hvaða aðgengi Ísland hefur og hvar við lendum í forgangsröðuninni sem mjög lítið land á stórum markaði.

Hann segir Ísland þurfa meta það hvar sínum högum best búið sem hluti af stærri heild.

Þetta mun örugglega ýta aftur af stað umræðu um ESB. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkur sem erum í útflutningi frá Íslandi, og þessi mikla óvissa hefur skapað nýja vídd í rekstri alþjóðlegs fyrirtækis eins og okkar.

Ef maður á hins vegar líta á björtu hliðarnar sýnist manni á viðbrögðum evrópskra hlutabréfamarkaða markaðurinn vilji ekki meina allar þessar breytingar verði endilega veruleika.

Nánar er rætt við Svein í sérblaði Viðskiptablaðsins um Iðnþing sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.

Nafnalisti

  • Donald Trumpfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Embla Medicalmóðurfélag Össurar
  • Harpatónlistar og ráðstefnuhús
  • Sveinn Sölvasonforstjóri Emblu Medical

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 633 eindir í 33 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 31 málsgrein eða 93,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.