Stjórnmál

Mörg ljón í vegi fastra vaxta til langs tíma

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-13 08:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ef markmiðið er bjóða sambærileg húsnæðislánakjör og í löndunum í kringum okkur, þarf rekstrarumhverfið vera samkeppnishæft hvað varðar kostnað, áhættu og skilvirkni lánamarkaðarins. Í skýrslu Jóns Helga Egilssonar, doktors í hagfræði, HúsnæðislánHvað betur fara? sem unnin var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið eru helstu frávik íslenska húsnæðislánamarkaðarins greind og lagðar fram sex tillögur sem miða því bæta samkeppnisstöðuna og fjölga valkostum neytenda.

Í stuttu máli snúast tillögurnar um stjórnvöld endurskoði lög með það markmiði auka hvata banka til bjóða lán með föstum vöxtum til lengri tíma, stuðli markvisst þróun vaxtaskiptamarkaðarins og styrki hann með afnámi hámarks uppgreiðslugjalds, auk þess styrkja makað fyrir sértryggð skuldabréf til draga úr vægi verðtryggðra fasteignalána. Þá er lagt til skoðað verði hvernig efla megi vaxtaskiptamarkaðinn með þátttöku opinberra og einkaaðila, stjórnvöld styðji við þróun sértryggðs skuldabréfamarkaðar og skoðað verði hvernig gjaldmiðlaskiptasamningar gætu nýst á íslenskum fasteignalánamarkaði.

Hugarfóstur Sigurðar Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og þáverandi fjármálaráðherra, fól Jóni Helga vinna skýrsluna í október á síðasta ári. Verkefninu var skipt í fjóra verkþætti til settum markmiðum um greina hvernig fjármálastofnanir geti boðið íslenskum fasteignakaupendum hagstæðari kjör á löngum óverðtryggðum lánum, sambærileg þeim sem standi til boða í nágrannalöndum. Fyrsti hlutinn, sem er fyrrgreind skýrsla, er skilgreind sem forathugun en samkvæmt skipulagi verkefnisins tæki svo undirbúningur og samráð við sem næsta skref. því loknu yrði ráðist í ítarlega útfærslu og loks framkvæmd og rekstur.

Fljótlega eftir Sigurður Ingi setti verkefnið í gang sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna og boðað var til kosninga. þeim loknum var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mynduð og Daði Már Kristófersson tók við sem fjármálaráðherra. Samkvæmt svörum fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins mun ráðuneytið eiga fund með höfundi á næstunni þar sem farið verður yfir efni skýrslunnar. Ráðuneytið muni svo meta niðurstöðu þess samtals og taka ákvörðun um framhald málsins.

Þingflokkur Framsóknarflokksins, með Sigurð Inga sem fyrsta flutningsmann, hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar því tryggja Íslendingum óverðtryggð fasteignalán á föstum vöxtum til langs tíma. Þetta var eitt helsta kosningamál Framsóknarflokksins í Alþingiskosningunum fyrr í vetur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Jón Helgi Egilssonmeðstofnandi Monerium
  • Sigurður Ingiformaður Framsóknarflokksins
  • Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 392 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.