Bændur ræða tolla, nýliðun og framtíð ræktarlands á Búnaðarþingi
Gréta Sigríður Einarsdóttir
2025-03-21 15:14
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Orkukostnaður grænmetisbænda, fæðuöryggi og nýliðun í bændastéttinni er meðal þess sem er til umræðu á Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem lýkur í dag.
Á setningu þingsins í gær tók Hanna Katrín Friðriksson, matvælaráðherra, til máls um áherslur ríkisstjórnarinnar í landbúnaði. Hún vill efla nýliðun og lækka orkukostnað til grænmetisbænda en leggur einnig áherslu á að stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar.
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna tekur undir þetta: „Við þurfum að hafa jarðnæðið í okkar yfirráðum, íslensk þjóð. Þar þurfum við að tryggja að við höldum okkar besta framleiðslulandi í okkar eigu og áframhaldandi framleiðslu til næstu áratuga.“
Trausti segir að á Búnaðarþingi sé mörkuð stefna bænda. „Þar erum við að leggja stóru línurnar um það hvert við viljum stefna.“ Hann bendir á að nýir búvörusamningar eigi að taka gildi í byrjun árs 2027. Samtökin séu þegar farin að huga að undirbúningi þeirra.
Þingið horfi að sjálfsögðu til þess að fjármagn til stuðnings íslenskum landbúnaði verði aukið. „Við erum líka að horfa til þess að það verði áframhaldandi viðurkenning á að tollvernd sé hluti af starfsskilyrðum landbúnaðarins,“ segir Trausti.
Rekstrarumhverfi bænda hefur verið erfitt síðustu ár, ekki síst vegna vaxtaumhverfis. Trausti segir lækkun stýrivaxta síðustu misserin auðvitað hjálpa til. Nú þurfi að huga að viðspyrnu í landbúnaði.
Nafnalisti
- Hanna KatrínFriðriksson
- Trausti Hjálmarssonformaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 230 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,60.