Leikskólar fyrst og fremst fyrir börn, ekki foreldra
Ritstjórn mbl.is
2025-03-06 11:22
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Einkafyrirtækin í landinu finna að leikskólapláss vantar og vilja mörg koma til móts við sitt starfsfólk með því að reka jafnvel eigin dagvistun eða að byggja leikskóla.
Nýr borgarstjórnarmeirihluti lýsti því yfir í gær að fyrirtæki fengju ekki leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsfólks. Reykjavík hefur því eitt sveitarfélaga tekið fyrir byggingu fyrirtækja á leikskóla.
Á þetta benti Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, og beindi fyrirspurn sinni að Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra.
Ótækt að vantraust komi niður á börnum
Sagði Guðrún að meirihlutanum í borginni hugnaðist ekki lausnir einkaframtaksins og að sú afstaða komi í veg fyrir að byggður verði nýr leikskóli þar sem ætla megi að leikskólakennarar fengju betri laun.
Sagði hún það ótækt að undirliggjandi vantraust í garð einkaframtaksins komi niður á börnum og komi í veg fyrir atvinnuþátttöku foreldra.
Spurði hún Ásthildi hvort hún teldi þessa framkvæmd Reykjavíkur standast stjórnsýslulög og lög um leikskóla, og ef svo væri, hvort hún teldi þá tilefni til lagabreytinga til að gera fyrirtækjaleikskólum mögulegt að starfa í Reykjavík.
Er það sanngjart?
Ásthildur sagði stærsta vanda leikskólanna í dag vera skort á leikskólakennurum.
„Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi, og það er alveg ljóst að það þarf að stíga hér inn,“ sagði hún.
„En það er skortur á kennurum. Það er eitt. Það er skortur á leikskólakennurum og það er stærsti vandi leikskólanna í dag,“ bætti Ásthildur við og spurði hvort sanngjarnt væri að sum börn fengju kennslu menntaðra leikskólakennara af því að fyrirtæki væri tilbúið að borga fyrir það, en bara fyrir þau börn.
Leikskólar séu fyrst og fremst fyrir börn og það séu hagsmunir barna sem setja þurfi í forgang, ekki foreldra.
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 320 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.