Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

2025-03-30 08:37

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 bana.

Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir hægt sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum.

Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað.

Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir bregðast við hamförunum.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns.

Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt

Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021.

Búist er við hléið hefjist í dag en óvíst er hvort spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés.

Fram kemur í frétt BBC herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar.

Nafnalisti

  • Marcoluigi Corsi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 225 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,81.