Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt alvörugefin samtöl um að taka yfir Grænland. Hann segir góðan möguleika á því að það gerist án hernaðaríhlutunar en útilokar það samt ekki.
Þetta sagði Trump í viðtali við sjónvarpsstöðina NBC í Bandaríkjunum.
„Við náum Grænlandi. Já, 100%,“ sagði Trump. Hann sagði að það væru góðar líkur á að það gerist án hernaðaríhlutunar en „ég útiloka það samt ekki.“
Trump var spurður í viðtalinu hvaða skilaboð það myndi senda umheiminum, og Rússlandi sérstaklega, ef Bandaríkin taka yfir Grænland. Trump sagðist ekki hugsa sérstaklega út í það.
„Mér er alveg sama. Grænland er allt annað, það er mjög frábrugðið. Það snýst um frið á alþjóðarvísu, öryggi og styrk á alþjóðavísu.“
Hann sagði skip frá Rússlandi og Kína og öðrum löndum sigla fram hjá Grænlandi. „Við ætlum ekki að leyfa hlutum að gerast sem skaða heiminn eða Bandaríkin.“
Á föstudag kom J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna til Grænlands í óopinbera heimsókn. Hann vandaði Dönum ekki kveðjurnar og sagði þá ekki hafa tryggt öryggi Grænlands með fullnægjandi hætti. Bandaríkastjórn trúi á sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga og vilji tryggja öryggi landsins.
Heimsóknin var gagnrýnd af ráðamönnum á Grænlandi og í Danmörku vegna ásælni Trump Bandaríkjaforseta í Grænland.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- J.D. Vancerithöfundur
- NBCbandarísk sjónvarpsstöð
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 225 eindir í 17 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 88,2%.
- Margræðnistuðull var 1,55.