Stjórnmál

Tilviljun að „vinir Viðreisnar“ héldu stjórnarsætum?

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-28 12:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um hvernig staðið var vali í stjórnir Íslandspósts og Isavia en bæði ríkisfyrirtækin skiptu út fjórum af fimm stjórnarmönnum í vikunni.

Tilkynnt var um nýtt verklag um miðjan febrúar sem samþykkt hafði verið undir lok síðasta þings.

Bergþór rifjaði upp ummæli Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur þingmanns skömmu eftir breytinguna er hún spurði í léttum tón en samt með alvarlegum undirtóni: Verða þetta bara vinir Viðreisnar sem tilnefna aðra vini Viðreisnar?

Í gær voru tveir aðalfundir, annars vegar hjá Isavia og hins vegar hjá Íslandspósti. Og vill svo til í þessum tveimur stjórnum var öllum stjórnarmönnum skipt út nema einum í stjórn Isavia og það hittir þannig á stjórnarmaður sem heldur áfram er sem var tilnefndur af Viðreisn í fyrri stjórn, sagði Bergþór á Alþingi í gær.

Daði Már skipaði í byrjun mánaðar valnefndir sem fengu það verkefni tilnefna tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti, en ráðherra velur úr þeim hópi í stjórnirnar.

Hjá Íslandspósti komu allir nýir stjórnarmenn inn í aðalstjórn en það átti við um einn þeirra hafði setið í varastjórn Íslandspósts árið á undan, og var tilnefndur af Viðreisn. Er þetta tilviljun? spurði Bergþór á Alþingi í gær.

Daði Már sagðist kunna þessum aðdróttunum frekar illa og sagðist ekki finnast bragur á því þegar þingmenn gagnrýna þá sem ekki geta varið sig, í þessu tilfelli valnefndina.

Hann sagði engar breytingar hafa verið gerðar á valnefndum milli ríkisstjórna.

Fyrirkomulagið er með þessum hætti: Valnefndin skilar tíu nöfnum. Síðan er farið yfir þá niðurstöðu með tilliti til hæfis viðkomandi tíu aðila, til kyns þeirra og svo er skipað í stjórnina þannig í henni fólk með hæfileika á öllum sviðum. Annað er ekki skoðað. Ég kann þessum aðdróttunum frekar illa, sagði Daði.

Ekki viðbúið ráðherra myndi opinbera nálgunina svona hratt

Bergþór gaf lítið fyrir svör Daða Más og sagði hann hefði fengið velja úr tveimur fulltrúum í hvert stjórnarsæti.

Fyrir þessi tvö fyrirtæki sem var skipað í stjórnir fyrir í gær komu 20 tilnefningar og það hittist bara þannig á hæstvirtur ráðherra, sem á auðvitað endanlega valið, velur í báðar stjórnirnar fyrri fulltrúa Viðreisnar. Í báðum tilvikum er augljóst ráðherra átti úr fleiri kostum velja. Þannig þó ráðherra líði illa með þetta, og ég skil það, þá auðvitað var ekki viðbúið ráðherra myndi opinbera nálgunina svona hratt, sagði Bergþór og bætti við hann bjóst við það myndi gerast síðast í ferlinu.

Sjá einnig]] Skipta út flestum stjórnarmönnum Póstsins og Isavia

Það sem blasir við er hæstvirtur ráðherra velur það skipa fyrri fulltrúa Viðreisnar en gera breytingar á öllum öðrum póstum. Þetta er það sem óttast var. Í þessu er engin gagnrýni á valnefndirnar. Valnefndirnar lögðu til tvo fulltrúa á hvern póst samkvæmt reglunum, sagði Bergþór lokum.

Nafnalisti

  • Bergþór Ólasonþingmaður Miðflokksins
  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttirframkvæmdastjóri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 515 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.