Stjórnmál

Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar lagt fram

Guðmundur Atli Hlynsson

2025-04-01 15:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um útlendinga. Lagabreytingin myndi heimila stjórnvöldum afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hérlendis.

Aukin heimild yfirvalda til afturkalla alþjóðlega vernd hefur verið til umræðu síðastliðið ár. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við mbl.is í fyrra, þegar hún var dómsmálaráðherra, tilefni væri til skoða slíka lagabreytingu.

Afturkalla vernd fyrir sérstaklega hættuleg afbrot

Í tillögum breytinga á 48. grein laga um útlendinga er lagt til nýrri málsgrein verði bætt við sem hljóðar svo:

Heimilt er afturkalla veitingu alþjóðlegrar verndar ef gildar ástæður eru til álíta hann hættulegan öryggi ríkisins eða hann hefur hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot og er af þeim sökum hættulegur samfélaginu.

Í annarri tillögu nýrri málsgrein er tilgreint við afturköllun alþjóðlegrar verndar útlendings falli útgefið dvalarleyfi og atvinnuleyfi hans úr gildi.

Greint er frá því í frumvarpinu hvað átt við með sérstaklega alvarlegu afbroti. Það eigi m.a. við manndráp, ofbeldis- eða kynferðisbrot, frelsissviptingarbrot, meiri háttar fíkniefnabrot, brennu eða önnur almannahættubrot, rán og skipulagða brotastarfsemi.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

Nafnalisti

  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 212 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.