Meira en hálf milljón missir dvalarleyfi í Bandaríkjunum
Ólöf Ragnarsdóttir
2025-03-22 12:08
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Að minnsta kosti 530 þúsund innflytjendur frá Suður-Ameríku missa dvalarleyfi sín í Bandaríkjunum eftir að ríkisstjórn Donalds Trump ákvað í gær að fella úr gildi áætlun sem forveri Trumps setti á fót.
Fólkið kemur frá Kúbu, Haíti, Níkaragva og Venesúela. Þau fengu tímabundið dvalarleyfi samkvæmt áætlun sem Joe Biden kynnti árið 2022 til að stemma stigu við fjölda innflytjenda sem komu til Bandaríkjanna óskráðir.
Nú hefur ný ríkisstjórn ákveðið að fella hana úr gildi, sem þýðir að fólkið missir réttinn á að dvelja í Bandaríkjunum. Þeim verður gert að yfirgefa landið nema þau hafi fengið eða eigi rétt á dvalarleyfi á öðrum forsendum.
Trump hefur heitið því að ráðast í mestu brottvísanir í sögu landsins og vísa milljónum úr landi af þeim sem komu þangað óskráð. Frá því hann tók við embætti 20. janúar hefur hann leitað leiða til að uppfylla loforð sitt.
Forsetinn íhugar einnig hvort eigi að svipta fóttafólk frá Úkraínu tímabundu dvalarleyfi. Um 240 þúsund flúðu til Bandaríkjanna undan innrásarstríði Rússa og í byrjun mars sagðist Trump ætla að taka ákvörðun um það hvort þau fái að vera mjög fljótlega.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Joe Bidenfyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 186 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
- Margræðnistuðull var 1,75.