Öll börn á Íslandi hafi aðgang að sömu þjónustu

Ritstjórn mbl.is

2025-03-19 18:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir breytta ábyrgðaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, í sérhæfðri þjónustu við börn með fjölþættan vanda, hafa þau áhrif öll börn á Íslandi munu búa við sömu nálgun í málaflokknum. Breytingin muni þannig jafna nokkurn mun sem hefur verið á þjónustu við þessi börn á milli sveitarfélaga.

Samkomulag um breytt fyrirkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila var einnig undirritað í dag. Spurður um þýðingu breytingunnar segir Daði hana vonandi koma til með flýta uppbyggingu hjúkrunarrýma.

Þetta þýðir ríkið eitt tekur ákvörðun um þá uppbyggingu og stýrir henni. Þannig fjárhagsleg ákvörðun sveitarfélagana er þá ekki bein lengur. Það getur vonandi flýtt uppbyggingunni.

Málin eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar

Varðandi börn með fjölþættan vanda þýðir þetta fyrst og fremst samhæfingu í þjónustu, þetta eru ekki mörg börn en þau búa auðvitað vítt og breitt um landið í sveitarfélögum með allskonar getu til þess takast á við þeirra vanda.

Þannig þetta jafnar líka mun á þeirri þjónustu sem börnum býðst á milli sveitarfélaga?

, þetta myndi verða til þess öll börn á Íslandi búa við sömu nálgun.

Hvernig mun ríkið fara fjármögnun þessara breytinga?

Bæði þessi mál voru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og það var búið gera ráð fyrir fjármagna báða þessa liði í drögum fjármálaáætlun, sem við munum kynna núna á næstu vikum.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 245 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.