Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Pressan

2025-03-11 22:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það eru mörg undarleg símtöl sem neyðarlínum víða um heim berast daglega. Nýlega barst neyðarlínunni í Loxahatchee í Flórída eitt slíkt þegar Justin Blaxton hringdi.

Blaxton, sem er 34 ára, sagðist ætla ráða Donald Trump af dögum og hann ætlaði einnig eyða New York.

Blaxton bað neyðarvörðinn um senda Donald Trump heim til hans svo hann gæti ráðið hann af dögum.

Hann hringdi ítrekað til skýra frá þessu og sagðist einnig hafa hakkað sig inn í flugskeytakerfi Bandaríkjanna og ætlaði eyða New York.

Ég vil Donald Trump. Morgundagurinn verður síðasti dagur hans hér á jörðinni, sagði hann í einu símtalinu og bætti við það yrði senda forsetann heim til hans, öðrum kosti myndi hann drepa syni hans.

Í enn einu símtalinu sagði hann: Ég þarf far út á flugvöll til geta farið í Hvíta húsið til myrða forsetann.

Hann var lokum handtekinn. Hann á sér sögu um andleg veikindi og hefur ítrekað hringt í neyðarlínuna með margvíslegar hótanir.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa
  • Justin Blaxton

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 189 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,56.