Viðskipti

Mun lægra arðgreiðsluhlutfall

Ritstjórn mbl.is

2025-03-28 12:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Arðgreiðsluhlutfall í sjávarútvegi, þ.e. arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði, er mun lægra í sjávarútvegi heldur en í öðrum atvinnugreinum, sögn Birtu Karenar Tryggvadóttur, hagfræðings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hún segir greinin hafi nýtt góð ár til niðurgreiða skuldir og fjárfesta í bættum tækjabúnaði, nýjum og hagkvæmari skipum o.fl.

Tilefni þess Morgunblaðið leitaði til SFS er frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald sem kynnt var fyrr í vikunni. Blaðið velti fyrir sér hvort gengi annarra fyrirtækja í ólíkum greinum atvinnulífsins gæfi tilefni til aukinna álagna hins opinbera á þau, líkt og sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir.

Í lögunum felst breyting á skráðu aflaverðmæti fyrir bæði botnfisk og uppsjávarfisk. Þar kemur einnig fram útreikningur veiðigjalds eigi endurspegla raunverulegt markaðsverð.

Atvinnuvegaráðherra hefur sagt breytingin hefði skilið 10 milljörðum í veiðigjöld í fyrra, eða um tvöföldun. Stærsti hluti aukningarinnar mun lenda á stærri útgerðum landsins.

52% eiginfjárhlutfall

Í samantekt Birtu Karenar kemur fram sjávarútvegurinn standi ágætlega í samanburði við aðrar atvinnugreinar þegar kemur eiginfjárhlutfalli en samkvæmt tölum frá Hagstofunni er hlutfallið 52% árið 2023 samanborið við 46% í viðskiptahagkerfinu almennt (þar er þó undanskilin fjármála- og vátryggingastarfsemi í tölum Hagstofunnar).

Eiginfjárhlutfall sjávarútvegsins, sem hefur hækkað jafnt og þétt síðan 2019, er býsna gott sögn Birtu. Til samanburðar var eiginfjárhlutfall byggingar- og mannvirkjageirans 37% árið 2023, smásölufyrirtækja 53%, ferðaþjónustu 25%, málmframleiðslu 75% og tækni- og hugverkaiðnaðar 42%.

Ef horft er til arðsemi eiginfjár stendur sjávarútvegurinn ágætlega með 13% arðsemi eiginfjár sögn Birtu. arðsemi alls ekki óvenjuleg. Arðsemi eiginfjár í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð var 20% árið 2023, í ferðaþjónustu 17%, 15% í smásölu og -4% í tækni- og hugverkaiðnaði svo dæmi séu tekin.

Mismikil rekstraróvissa

Birta segir til útskýringar það ákveðnum vandkvæðum bundið bera saman fjárhagslegar kennitölur milli atvinnugreina þar sem þær séu misjafnar og beri með sér mismikla rekstraróvissu.

Rekstri í sjávarútvegi fylgir töluverð óvissa og því þurfa fyrirtækin hafa svigrúm til bregðast við. Fyrir það fyrsta þá hafa sveiflur í stærð fiskistofna veigamikil áhrif á rekstur greinarinnar, og eru loðnuvertíðir síðustu áraeða raunar skortur á þeimnærtækt dæmi, segir Birta.

Þá segir hún í öðru lagi skipti efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum okkar miklu máli enda séu um 98% af íslensku sjávarfangi flutt og seld á erlenda markaði. Breytingar í alþjóðaumhverfinu, eins og við sjáum raungerast þessa dagana, hafa veruleg áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Auk þess bætist við innlend áhætta, svo sem hækkun á veiðigjaldi, tvöföldun kolefnisgjalds og aðrar álögur. Allir þessir þættir skapa óvissu í rekstri fyrirtækjanna. Til þess þau geti brugðist við breytingum í rekstrarumhverfinu þarf svigrúm vera til staðar í efnahagsreikningi fyrirtækjanna. Almennt hafa fyrirtækin nýtt góð ár til greiða niður skuldir fremur en útgreiðslu arðs enda er aðrgreiðsluhlutfall í sjávarútvegi mun lægra en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum, segir Birta lokum.

Nafnalisti

  • Birta Karen Tryggvadóttirhagfræðinemi
  • Hanna KatrínFriðriksson
  • SFSáður LÍÚ

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 511 eind í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.