Sæki samantekt...
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er meiddur og verður ekki með liðinu næstu vikurnar. Hann ætlar hins vegar ekki að eyða tíma sínum með liðsfélögum sínum í Manchester City því norska stórstjarnan hefur nú flúið Manchester.
Manchester Evening News sagði frá ákvörðun Haaland og sýndi myndir af Haaland og kærustu hans, Isabel Haugseng Johansen, í sólinni á Marbella á Spáni.
Haaland kann greinilega vel að meta Marbella því norska landsliðið var þar í æfingabúðum fyrir aðeins nokkrum dögum.
Hann á einnig lúxusvillu á þessum stað á suður Spáni og er þar oft þegar hann fær frí frá fótboltanum,.
Á myndunum má sjá Haaland ganga um með hækju en hann er ekki lengur í göngugifsinu.
Haaland og Johansen urðu foreldrar í lok síðasta árs en barnið þeirra var hvergi sjáanlegt á þessum myndum.
Haaland meiddist á ökkla í bikarleik á móti Bournemouth um síðustu helgi. Manchester City segir að hann verði frá keppni í fimm til sjö vikur. Hann gæti því náð að spila með norska landsliðinu á móti Ítalíu í júní og með Manchester City í heimsmeistarakeppni félagsliða í júní.
Nafnalisti
- Erling Braut Haalandframherji
- Isabel Haugseng Johansenkærasta Erling Haaland
- Manchester Cityenskt úrvalsdeildarlið
- Manchester Evening Newsstaðarmiðill
- Marbellaborg
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 183 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,76.