Veður

„Þetta var mikið eldingaveður og er ennþá í gangi“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 19:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þetta var mikið eldingaveður og er ennþá í gangi. Það er komið svolítið austar núna, er yfir Eyjafjöllum, Mýrdal og Fljótshlíðinni, segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um þrumu- og eldingaveðrið sem gengið hefur yfir í dag.

Nokkrum eldingum laust niður á Kollafirði, rétt við Viðey, síðdegis og sáust þær vel í höfuðborginni. Háværar þrumur fylgdu í kjölfarið.

Svo miklir voru blossarnir af eldingunum sundlaugargestum í Salalaug í Kópvogi var safnað saman í innilaugina af ótta við eldingum myndi ljósta niður í laugina.

Þorsteinn segir eldingaveðrið hafa verið sunnan við borgina fyrr í dag, við Kleifarvatn og Vatnsleysu en þrumugnýrinn hafi heyrst vel til borgarinnar.

Þetta er þokast austur á bóginn og mun halda eitthvað áfram fram á kvöldið. Eftir klukkan átta verður þetta verður þetta eflaust orðið lítið.

Nafnalisti

  • Þorsteinn V. Jónssonveðurfræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 148 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,56.