Sæki samantekt...
Nate Vance, frændi JD Vance varaforseta Bandaríkjanna, varði þremur árum sem sjálfboðaliði í her Úkraínu og barðist í tvö og hálft ár í fremstu víglínu gegn innrásarher Rússa. Franski fréttamiðillinn Le Figaro greinir frá þessu í viðtali við Nate Vance.
Samkvæmt frétt Le Figaro eru þeir JD og Nate systkinabörn. Beverly, móðir JD, er systir James Vance, föður Nates. Þeir hafi stundum varið fríum saman hjá fjölskyldu JD í Middletown eða í Kaliforníu, þar sem fjölskylda Nate á heima.
Le Figaro greinir frá því að Nate Vance hafi gegnt fjögurra ára þjónustu í landgöngudeild Bandaríkjahers og hafi síðan unnið hjá olíufélagi í Texas. Hann hafi farið til Úkraínu í mars 2022 til að sjá „söguna í mótun“. Þar hafi hann kynnst breskum sjálfboðaliða sem hafi talið hann á að bjóða úkraínska hernum krafta sína. Vance hafi verið sendur til Donbas í júní 2022 og barist með „Da Vinci-úlfunum“. Da Vinci-úlfarnir eru herdeild sem leidd var af Dmytro „Da Vinci“ Kotsjúbajlo, meðlimi í úkraínska Hægri geiranum, sem féll í valinn í orrustunni um Bakhmút árið 2023. Samkvæmt Le Figaro barðist Vance í mörgum hörðustu orrustum stríðsins, meðal annars í Kúpjansk, Bakhmút, Avdíjívka og Pokrovsk.
Nate segist vonsvikinn og ósáttur við orðræðu frænda síns, sem hefur verið mjög gagnrýninn á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu. Hann segist telja frænda sinn og Donald Trump Bandaríkjaforseta „nytsamleg fífl“ Vladímírs Pútín.
„JD er góður náungi og klár. Þegar hann gagnrýndi hjálpina við Úkraínu sagði ég við sjálfan mig að hann væri bara að höfða til ákveðins kjósendahóps, að þetta væri pólitískt spil. En það sem þeir gerðu við Zelenskyj, þetta var fyrirsát af algjörlega vondri trú.“
Nate vísar þar til hávaðarifrildis sem varð milli frænda síns og Donalds Trump Bandaríkjaforseta annars vegar og Volodymyrs Zelenskyj Úkraínuforseta hins vegar í Hvíta húsinu í lok febrúar. JD Vance gagnrýndi þar Zelenskyj harkalega og sakaði hann um vanþakklæti og vanvirðingu gagnvart Bandaríkjunum.
„Ég var vonsvikinn. Þegar JD réttlætir tortryggni sína gagnvart Zelenskyj með því að vísa til „frétta“ sem hann hefur séð hélt ég að ég ætlaði að standa á öndinni. Frændi hans sjálfs var á fremstu víglínu. Ég hefði getað sagt honum sannleikann, án tilgerðar og án sérhagsmuna. Hann reyndi aldrei að afla sér meiri upplýsinga.“
Nate Vance segist hafa snúið aftur til Bandaríkjanna í janúar 2025 eftir að hann var leystur frá þjónustu. Þá hafi verið orðið of flókið að vera áfram í Úkraínu og of varasamt ef hann yrði tekinn til fanga.
Nafnalisti
- Bakhmútúkraínsk borg
- Beverlyhjónunum
- Da Vinciþýskur brúðarkjólframleiðandi
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Donbasborg í austur Úkraínu sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna studda af rússneskum yfirvöldum
- James Vance
- JDlítill drengur
- JD Vance
- Kúpjanskbær
- Le Figarofranskt dagblað
- Middletownborg
- Natehitabeltisstormur
- Nate Vance
- Pokrovskborg
- Vladímírs Pútínforseti Rússlands
- Volodymyrs Zelenskyj
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 436 eindir í 25 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 96,0%.
- Margræðnistuðull var 1,70.