Stjórnmál

Daði: Vafasamt met Íslands með covid-aðgerðum

Ritstjórn mbl.is

2025-03-13 18:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir Ísland eigi vafasamt met þegar komi aðgerðum í kringum faraldurinn. Þær aðgerðir hafi skapað gríðarlega uppsveiflu sem endaði í þenslu og verðbólguskotinu sem er á niðurleið.

Þetta var meðal þess sem fram kom í sérstökum umræðum um stöðu efnahagsmála í aðdraganda fjármálaáætlunar á þinginu í dag.

Deilt um hvort tekið var við góðu búi

Vilhjálmur Árnason hafði orð á því staðan í íslenskum ríkisfjármálum væri góð og það væri gott sem núverandi ríkisstjórn tæki við. Anna Lára Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson, þingmenn Samfylkingarinnar, voru hins vegar ekki á þessari stöðu og talaði Anna Lára meðal annars um marga lágpunkta hjá síðustu ríkisstjórn í efnahagsmálum og ríkissjóður hefði verið rekinn stanslaust í halla frá 2019.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf umræðuna og í seinni ræðu sinni kom hann inn á þessi mál og rifjaði upp það hafi farið út 350 milljarðar í faraldrinum vegna sérstakra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hafi ríkisstjórnin þó skilað 100 milljarða betri afkomu en lagt var upp með í fjárlögum.

Dýrustu og lengstu covid-aðgerðirnar

Ég hvet núverandi ríkisstjórn til þess þeim árangri. Þá skal ég klappa fyrir þeim, sagði Sigurður.

Daði greip þessi orð á lofti í svari sínu. Ísland á það vafasama met hafa verið með dýrustu og lengstu covid-aðgerðirnar sem enduðu í gríðarlegri uppsveiflu sem að jafnaði er kallað þensla og verðbólguskot.

Sagðist hann gera sér grein fyrir auðveldara væri sjá slíkt eftir á heldur en fyrir fram. Það breytir því ekki þessar aðgerðir urðu okkur dýrkeyptar og það þær hafi kostað 100 milljörðum minna en stóð til er fagnaðarefni.

Nafnalisti

  • Anna Lára Jónsdóttirbæjarstjóri Ísafjarðar
  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Dagur B. EggertssonBorgarstjóri
  • Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra
  • Vilhjálmur Árnasonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 284 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.