Slys og lögreglumál
Bandarískir ráðamenn ræddu óvart viðkvæm hernaðarmálefni við blaðamann Atlantic
Ritstjórn DV
2025-03-24 19:23
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Jeffrey Goldberg, blaðamaður á vinstri sinnuðum fjölmiðli, The Atlantic, greinir frá því að honum hafi verið bætt inn í hópspjall á Signal, þar sem bandarískir ráðamenn, þar á meðal varaforsetinn JD Vance og utanríkisráðherrann Marco Rubio, ræddu um þá fyrirhugaðar loftárásir Bandaríkjamanna á Jemen. Grein Goldbergs má lesa hér.
„Ég vissi mörgum klukkutímum áður en fyrstu sprengjurnar féllu að árásin kynni að bresta á,“ skrifar Goldberg.
Málið hefur valdið miklu uppnámi í bandarískum stjórnmálum og vakið hörð viðbrögð hjá bæði þingmönnum repúblikana og demókrata.
Árásin á Jemen sem rædd var í spjallinu var gerð þann 15. mars. Þrjátíu og einn létu lífið og 101 særðust.
Nafnalisti
- JD Vance
- Jeffrey Goldbergritstjóri The Atlantic
- Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
- Signalsamskiptaforrit
- The Atlanticbandarískt tímarit
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 115 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,78.