Heilsa og lífsstíll

Frá­bær fermingar­til­boð á há­gæða sængum og koddum

Dún og fiður

2025-04-04 09:26

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ein besta fermingargjöfin sem völ er á mínu mati er hlý og vönduð sæng, segir Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dún og fiður, sem er staðsett á Laugavegi 86 í Reykjavík.

Slík fermingargjöf eldist vel og lengi með fermingarbarninu og bætir án efa svefn þess um leið. Þessa dagana bjóðum við upp á frábær fermingartilboð á vönduðum sængum og koddum og fallegum rúmfötum í ýmsum stærðum og litum.

Hún segir ömmur og afa vera sérstaklega dugleg við gefa barnabörnunum sínum slíkar gjafir sem sanni enn frekar gildi sitt sem sígilda gjöf.

Sængur og koddar hafa verið vinsælustu fermingargjafirnar hjá okkur frá árinu 1959, eða í næstum sjö áratugi. Þar er ég helst tala um svanadúnssængina sem er í afar háum gæðaflokki. Svona sængur geta auðveldlega enst í 2025 ár ef hugað er réttri umhirðu, með reglulegri hreinsun, með því setja á nýtt dúnhelt ver og með því bæta við 100200 grömmum af dún í sængina eftir um 1012 ára notkun.

Dún og fiður framleiðir flestar dúnsængur og kodda sem verslunin selur en vörurnar eru ársstimplaðar og merktar Dún og fiður. Þannig sjá framleiðsluárið þegar varan kemur í hreinsun eða endurnýjun en við endurnýjun á framleiðsluvöru Dún- og fiðurhreinsunarinnar er vörunni gefinn nýr ársstimpill, segir Anna Bára en vörur verslunarinnar innihalda ýmist æðardún, gæsadún í tveimur flokkum eða andardún. Auk þess er sjálfbærni höfð leiðarljósi þar sem er horft er til allra þátta framleiðslunnar.

Dún og fiður er fjölskyldufyrirtæki sem hefur þjónustað Íslendinga frá árinu 1959 og hefur alla tíð lagt mikla áherslu á vandaðar vörur og úrvals þjónustu.

Nánari upplýsingar finna á vef Dúns og fiðurs. Verslunin er staðsett á Laugavegi 86 í Reykjavík og er opin mánudag til föstudags frá kl. 10-18 og á laugardegi frá kl. 12-16.

Nafnalisti

  • Anna Bára Ólafsdóttiratvinnurekandi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 324 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 76,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.