Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir við Vladimír Pútín Rússlandsforseta símleiðis í dag um hvernig megi binda enda á stríðið í Úkraínu.
Trump segir „mörg atriði í lokasamningnum þegar hafa verið samþykkt“ en að margt sé enn óleyst.
Forsetinn sagði við blaðamenn um borð í forsetaþotunni í gær að „landsvæði og orkuver“ yrðu hluti af viðræðunum við Pútín.
Vildi ræða við Trump
„Við höfum aldrei verið jafn nálægt því að semja um frið,“ er haft eftir talsmanni Hvíta hússins á Sky News.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur samþykkt samkomulag sáttanefndar Bandaríkjanna um vopnahlé til 30 daga í Úkraínu. Rússar hafa þó enn ekki samþykkt það.
Eftir að hafa fengið kynningu á fyrirkomulaginu frá Steve Witkoff, sem fer fyrir sáttanefnd Bandaríkjanna, í síðustu viku, sagði Pútín mörgum spurningum enn ósvarað. Vildi hann ræða beint við Trump. Það samtal fer fram í dag.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Sky Newsbresk fréttastofa
- Steve Witkoff
- Vladimír Pútínforseti
- Volodimír Selenskíforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 151 eind í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,76.