Rússar bregðast við árásum Bandaríkjamanna á Jemen
Ritstjórn mbl.is
2025-03-16 10:10
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði bandarískum starfsbróður sínum, Marco Rubio, í símtali í gær að allir aðilar ættu að forðast valdbeitingu í Jemen og hefja pólitískar viðræður.
Frá þessu greina stjórnvöld í Rússlandi.
Bandaríkjaher gerði víðtæka árás á uppreisnarmenn Húta í Jemen í gær að beiðni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Herinn hæfði tugi skotmarka og er í það minnsta 31 látinn í árásunum.
Rússnesk stjórnvöld segja að Rubio hafi upplýst Lavrov um þá ákvörðun að hefja árásir á Húta.
„Sem svar við röksemdum sem bandarískir fulltrúar settu fram lagði Sergei Lavrov áherslu á nauðsyn þess að hætta tafarlaust valdbeitingu og mikilvægi þess að allir aðilar tækju þátt í pólitískum viðræðum til að finna lausn sem kæmi í veg fyrir frekari blóðsúthellingar,“ segir í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu.
Rússar fordæmdu á síðasta ári árásir Bandaríkjamanna og Breta á Jemen og hafa átt viðræður við Húta, sem njóta stuðnings Írans, bandamanns Rússa.
Nafnalisti
- Donald Trumps Bandaríkjaforsetaþar gert ráð fyrir 5,7 milljörðum dollara í múrinn sem forsetinn vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
- Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
- Sergei Lavrovutanríkisráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 156 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,56.