Íþróttir
Galið að skoða launatölurnar frá 1999 - Ótrúleg hækkun
Victor Pálsson
2025-03-29 09:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það er heldur betur áhugavert að skoða launahæstu leikmenn ársins 1999 en þarna er ítalska deildin tekin fyrir.
Alessandro Del Piero, leikmaður Juventus, var lang launahæsti leikmaður deildarinnar á þessum tíma og þénaði um 70 þúsund pund á viku.
Það er miklu, miklu minna en launahæstu leikmenn deildarinnar í dag og hvað þá miðað við leikmenn á Englandi.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er launahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar og þénar 500 þúsund pund á viku.
Stórstjörnur á borð við Francesco Totti, Zinedine Zidane, Paolo Maldini og Edgar Davids voru allir á rúmlega 20 þúsund pundum á viku sem er í raun galið miðað við launin í dag.
Þetta má sjá hér.
Nafnalisti
- Alessandro Del Pierofyrrverandi leikmaður Juventus og ítalska landsliðsins í fótbolta
- Edgar Davids
- Erling Haalandframherji
- Francesco Tottiknattspyrnugoðsögn
- Manchester Cityenskt úrvalsdeildarlið
- Paolo Maldinigoðsögn
- Zinedine Zidaneknattspyrnustjóri Real Madrid
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 106 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,63.