Tollar slæmir en veiðigjöld stærra högg
Ritstjórn mbl.is
2025-04-04 09:21
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Tvöföldun veiðigjalda er stærra högg fyrir sjávarútveginn en hækkun tolla í USA og mun á endanum hafa meiri áhrif á lífskjör Íslendinga!“
Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni) framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í pistli á Facebook-síðu sinni.
Þar tekur hann undir orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að 10% innflutningstollur á íslenskar vörur til Bandaríkjanna geti orðið högg fyrir íslenskan sjávarútveg. Binni bendir þó á að það yrði þá líka högg fyrir íslenska þjóðarbúið.
„Skattur er skattur og hefur áhrif, hvað sem hver segir. Tollurinn mun líklega skiptast á milli neytenda í USA vegna hærra verðs og íslensks þjóðarbús vegna lægra verð (tekjur ríkis, sveitarfélaga, sjávarútvegsfyrirtækja og starfsmanna þeirra minnka). Þetta verður ekki bara tap íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Báðir tapa en ríkissjóður USA mun fá auknar tekjur í fyrstu umferð (fyrstu 1–2 árin).“
Þá telur Binni áhrif tollahækkana á næstu tveimur til fjórum árum verða að verðbólga í Bandaríkjunum eykst og kaupmáttur þar rýrni. Það mun hafa áhrif á hve mikið neytendur hafa milli handanna og því mun neysla dragast saman. Skattstofnar ríkissjóðs þar ytra mun því minnka. „Á endanum tapa allir.“
Veiðigjöld hafi sambærileg áhrif innanlands
Fullyrðir hann að tvöföldun veiðigjalds hafi svipuð áhrif. „Í fyrstu umferð hækka tekjur ríkissjóðs Íslands en í þeirri næstu mun sjávarútvegurinn draga saman fjárfestingar og ráðast í aðgerðir til að mæta skattahækkunum með niðurskurði á kostnaði. Það mun svo minnka skattstofna ríkissjóðs Íslands með sama hætti og í USA.“
Þá séu skattar skattar sama hvaða nafn sé notað um þá, að sögn Binna. „Eini munurinn á þessu öllu er að veiðigjald hefur ekki áhrif á ríkissjóð eða neytendur í Bandaríkjunum. Við getum ekki flutt íslenska skatta út eins og Trump gerir með tollahækkunum sínum.“
Nafnalisti
- BinniSigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum
- Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
- Sigurgeir Brynjar Kristgeirssonframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 319 eindir í 19 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 78,9%.
- Margræðnistuðull var 1,49.