Menning og listir

„Vissi alltaf að ég vildi skrifa“

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 09:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Davíð Már Stefánsson kann vel við sig í miðbænum þar sem hann býr með unnustu sinni, nýfæddum syni þeirra og hundi í fallegu timburhúsi, einu þeirra elstu í Reykjavík.

Davíð nam í nokkur ár við háskólann Columbia í New York en hluta þess tíma dvaldi hann og starfaði í Los Angeles. Hann hlaut MFA-gráðu í handritaskrifum árið 2019, sneri aftur heim og hófst handa við skrifa handrit sjónvarpsþáttunum Kötlu með Sigurjóni Kjartanssyni, Baltasar Kormáki og Lilju Sigurðardóttur. Í framhaldi fékk Baltasar hann í annað verkefni, skrifa fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ófærð 3.

Hróður Davíðs hefur vaxið hægt og örugglega frá þeim tíma. Hann hefur verið skrifa handrit tveimur íburðarmiklum, enskum sjónvarpsþáttaröðum, þriðju þáttaröð Gangs of London og nýrri syrpu, King and Conqueror, sem framleidd er af sjónvarpsstöðvunum BBC og CBS. Meðal leikara í Gangs of London eru Joe Cole og Colm Meaney, þekkt andlit úr enskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, og í King and Conqueror m.a. sjá danska Íslandsvininn Nikolaj Coster-Waldau, enska leikarann James Norton og Ingvar E. Sigurðsson. Af stiklum dæma hefur í engu verið til sparað við gerð þessara þáttaraða.

Frumsýnt í Lundúnum

Gangs of London er hálfgert flaggskip Sky og líka sýnd á AMC og í Sjónvarpi Símans. Þriðja þáttaröðin, sem ég er skrifa fyrir, er detta inn núna, hver þátturinn á fætur öðrum, segir Davíð, spurður út í þættina. Skal tekið fram viðtalið fór fram 25. mars og Davíð skrifaði annan þátt syrpunnar sem var frumsýndur 28. mars. Ég er nýkominn frá London þar sem ég var á frumsýningu. Það var ákveðin upplifun, segir hann. Þetta var voða næs, búið stríla allt upp í þema þáttaraðarinnar sem fjallar um eiturlyfjaviðskipti í Lundúnaborg.

Davíð segir allt gerast frekar hægt í heimi handritshöfundarins. Ég er búinn vinna í þessu frá 2022 eða þar um bil, segir hann um Gangs of London. Aðdragandinn verkefninu því býsna langur og gaman sjá loksins afraksturinn á frumsýningu og fagna með þeim sem komu þáttunum.

Davíð er nýorðinn faðir, eignaðist son með unnustu sinni og segir þau hafi ákveðið fara með hann á frumsýninguna í Lundúnum. Það var því ekkert djamm í boði, meira verið vakna kl. 7.30 til sinna unga herramanninum. Og láta gubba á sig, sem er líka bara heillandi en aðeins öðruvísi upplifun, segir Davíð glettinn. Mér líður best heima með honum Úlfi Dýra, syni mínum, Ástrós Önnu, kærustunni minni, og hundinum okkar, bætir hann við.

Hvað King and Conqueror varðar þá eru það íburðarmiklir þættir byggðir á sögulegum atburði, orrustunni um Hastings á Englandi árið 1066. Þessir þættir voru teknir upp hér á Íslandi, Baltasar Kormákur leikstýrir þeim fyrsta og kemur framleiðslunni líka, segir Davíð og þættirnir verði sýndir seinna á þessu ári.

Útkrotaður strigi

Davíð er spurður því hvenær áhugi hans á handritaskrifum hafi kviknað. Snemma. Ég vissi alltaf ég vildi skrifa, hef alltaf verið skrifa en vissi ekki í hvaða formi þau skrif ættu vera. Hvort það ættu vera skáldsögur, blaðamennska, ljóðagerð eða annað. Eins og flestir unglingar tók ég tímabil þar sem ég horfði endalaust á vídeóspólur og DVD […] ég var alltaf stela DVD-diskum af bræðrum mínum og svo rispaði ég þá og fékk skammir, svarar Davíð. Ég prófaði þetta allt saman, prófaði skrifa smásögur og ljóð og hitt og þetta. Þegar ég var í MH tók ég meira að segja myndlistaráfanga þar sem ég fékk striga og átti mála á hann. Ég strögglaði mikið með það, átti erfitt með skila af mér þar til mér var sagt ég mætti alveg skrifa á strigann. Þannig ég skilaði af mér útkrotuðum striga, segir Davíð og hlær.

Upp úr 18 ára aldri hafi hann farið skrifa meira og klárað sitt fyrsta kvikmyndahandrit samhliða því vinna á bar í miðbænum. Handritið var á ensku og einstaklega lélegt, mati Davíðs, sem fór lesa sér meira til um slík skrif og sótti líka stutt námskeið í handritaskrifum hjá Jóni Atla Jónassyni. Hann segist ekki hafa verið tilbúinn, á þessum tíma, í nám erlendis þar sem hann hafi vantað einhvern grunn til byggja á. Hann skráði sig því í heimspeki og skapandi skrif í Háskóla Íslands, loknu menntaskólanámi. Samhliða því vinna á Morgunblaðinu sem var auðvitað minn stærsti skóli, bætir Davíð við kíminn og blaðamaður þakkar honum fyrir samstarfið á árum áður. Ég lærði helling, segir Davíð um blaðamannsstarfið og þá m.a. koma frá sér því allra nauðsynlegasta í sem stystu máli. Þetta er bara strúktúr, líkt og handritin eru, bendir hann á.

Úr einu í annað

Davíð beitir ákveðinni aðferð til koma í veg fyrir ritstíflur. Ég byrja aldrei með autt blað og læt svo hugann reika, segir hann, bíði ekki eftir því andinn komi yfir hann heldur byrji á því útlista söguna með prósatexta, hvernig hún í grunninn. því loknu hefjist hann handa við sjálf skrifin. Og ef ég lendi í koma ekki einhverju frá mér get ég alltaf stokkið í næstu senu, útskýrir hann. Þannig starfið að miklu leyti, reyni á þá hæfni stökkva úr einu í annað og þá bæði hvað varðar verkefni og senur. Hann þurfi gæta því festast ekki á ákveðnum stað.

Og ólíkt rithöfundi skrifar handritshöfundur alltaf fyrir þætti eða kvikmyndir og segir Davíð þann grundvallarmun á skáldsögu og handriti lítið hægt dvelja í hugarheimi persóna í handritinu. Allt sem þú skrifar í handriti verður sjást á skjánum, bendir hann á og finna þurfi leiðir til þess, t.d. með látbragði leikara. Handrit séu líka af ýmsu tagi, sum skrifuð með sölu í huga en önnur pöntuð. Shooting draft kallist handrit hreinsað af öllum óþarfa, aðeins það helsta útlistað og líti því öðruvísi út en fyrsta uppkast, til dæmis. Davíð segir algengt sögunni svo breytt í klippingu. Þetta er teymisvinna sem endar í raun aldrei, segir hann, þ.e. ekki fyrr en komið frumsýningu.

Davíð segir eitt öruggt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttabransanum: Eitthvað mun fara úrskeiðis. Ef það fer ekki eitthvað úrskeiðis, í því langa og stranga ferli, þá er eitthvað skrítið í gangi. Það er falleg vissa vita af því það muni koma augnablik þar sem verður fórna einhverju, breyta einhverju í textanum, segir hann. Hvað þetta varðar oft munur á upphaflegu handriti og því sem farið eftir við tökur, stundum þurfi sleppa atriðum sem reynist einhverra hluta vegna óþörf eða auka um of flækjustigið.

Viðtalið lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nafnalisti

  • AMCsjónvarpsstöð
  • Ástrós Anna
  • Baltasarfullkunnugt um að ekki hafa öll skrif hér heima um þáttinn verið jákvæð
  • Baltasar Kormákurleikstjóri
  • CBSbandarísk sjónvarpsstöð
  • Colm Meaney
  • Columbiaútgáfurisi
  • Davíð Már Stefánssonhandritshöfundur
  • Hastingslíka sagnfræðingur
  • Ingvar E. Sigurðssoníslenskur leikari
  • James Nortonbreskur leikari
  • Joe Colefyrrum leikmaður Chelsea
  • Jón Atli Jónassonrithöfundur
  • Katlaíslensk þáttaröð
  • Lilja Sigurðardóttirglæpasagnahöfundur
  • Nikolaj Coster-Waldaudanskur leikari
  • Ófærð 3best, Venjulegt fólk og kvikmyndin Abbababb
  • Sigurjón Kjartanssonhandritshöfundur
  • Skybresk sjónvarpsstöð
  • Úlfur Dýri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1225 eindir í 59 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 53 málsgreinar eða 89,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.