Stjórnmál

Ásdís hjólar í störf Heiðu sem formanns

Ritstjórn mbl.is

2025-03-20 15:47

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir meintur trúnaðarbrestur fráfarandi formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) í kjaraviðræðum kennara hafi verið grafalvarlegur. Hún hefði stutt tillögu um vantraust á hendur formanni hefði Heiða ekki ákveðið segja af sér.

Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsþingi SÍS.

Heiða Björg Hilmisdóttir segir af sér embætti formanns SÍS í dag, en mikil óánægja hefur verið með hennar störf að undanförnu meðal hóps sveitarstjóra í sambandinu.

Morgunljóst það hefur verið trúnaðarbrestur

Ásdís byrjaði á því segja hlutverk formanns væri tala fyrir hagsmunum allra sveitarfélags sambandsins.

Það er alveg ljóst fráfarandi formaður hefur ekki gegnt þessu hlutverki. Og ég held öllum er morgunljóst það hefur verið trúnaðarbrestur og trúnaðarbrestur var kominn milli stjórnar, formanns sem og sveitarfélaga í þessari deilu, sagði Ásdís og hélt áfram:

Formaður hefur sem betur fer ákveðið stíga niður og svo hefði ekki verið hefði ég svo sannarlega stutt tillögu þess efnis hvað varðar vantraust á formanninn. Mér finnst þetta grafalvarlegt mál, sagði Ásdís.

Vantrauststillaga beið Heiðu

Fyrir landsþingi beið tillaga sem Morgunblaðið hefur heimildir fyrir tugir sveitarstjóra um land allt, bæði óháðir og flokksbundnir, hafi ætlað leggja fram um Heiða viki sem formaður Sambandsins vegna trúnaðarbrests við stjórnina og eftir atvikum sveitarfélög.

Í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga var lögð fram innanhústillaga af ríkissáttasemjara sem stjórn sambandsins var mótfallin.

Heimildarmenn Morgunblaðsins telja víst Heiða Björg hafi lagt á ráðin um það leggja blessun sína yfir tillögu ríkissáttasemjara í trássi við vilja stjórnar.

Tillögu vísað til stjórnar

Á þinginu í dag var meðal annars rædd tillaga þess efnis hægt verði víkja formanni frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur.

Tillagan var ekki samþykkt heldur vísað til stjórnar ásamt breytingu á samþykktum. Það var við umræður á þessari tillögu sem Ásdís tók til máls.

Ég vil aldrei aftur þurfa horfa aftur upp á það formaður sambandsins tali opinberlega gegn vilja stjórnar og beiti sér beinlínis í aðstöðu sinni gegn hagsmunum sambandsins, sagði Ásdís.

Heiða hefur hafnað því hafa lagt blessun sína yfir tillögu ríkissáttasemjara en hún sagði þó opinberlega hún styddi tillöguna.

Nafnalisti

  • Ásdís Kristjánsdóttirbæjarstjóri
  • HeiðaIngólfsdóttir
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 385 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.