Stjórnmál

Skrifstofa alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar áfram á Akureyri

Innanríkisráðuneyti

2025-04-02 12:37

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur samþykkt framlengja starfsemi skrifstofu Norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) á Akureyri út árið 2031 en skrifstofan hefur verið staðsett á Akureyri síðan árið 2017. Skrifstofa IASC er rekin sem hluti af starfsemi Rannís og hefur aðsetur á lóð Háskólans á Akureyri ásamt fleiri stofnunum sem sérhæfa sig í málum norðurslóða og mynda öflugt norðurslóðasamfélag. Aðild nefndinni eiga vísinda- og rannsóknastofnanir frá 24 ríkjum, og er Rannís aðili nefndinni fyrir Íslands hönd.

Málefni norðurslóða eru sífellt mikilvægari í alþjóðamálum og það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland hafa skrifstofu nefndarinnar hér á landi. Nefndin leiðir saman rannsóknastofnanir og samtök frá fjölmörgum löndum og er mikilvægur vettvangur fyrir rannsóknir og vöktun á norðurslóðum, í alþjóðlegu samstarfi. Íslenskt vísindafólk tekur virkan þátt í starfi vinnuhópa sem starfa undir nefndinni og hefur starfið leitt af sér mikilvæga tengslamyndun í gegnum ráðstefnur á vegum nefndarinnar og alþjóðlegar vísindagreinar ásamt rannsóknaverkefnum á norðurslóðum.

Mikil ánægja hefur verið með starfsemi skrifstofunnar á Akureyri og því gleðiefni hún verði þar áfram.

Nafnalisti

  • Logi Einarssonfráfarandi formaður Samfylkingarinnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 173 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.