Bað Pútín um að hlífa her­mönnum sem enginn kannast við

Samúel Karl Ólason

2025-03-14 15:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því hægt verði binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Trump sagði frá samtalinu við Pútín á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, en óljóst er hvort hann hafi sjálfur rætt við Pútín eða tala um erindreka sína sem eru í Moskvu. Hann skrifaði einnig hann hefði beðið Pútín um þyrma lífum þúsunda úkraínskra hermanna sem eiga vera umkringdir af rússneskum hermönnum.

Þar á hann væntanlega við Kúrsk-hérað, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi, en útlit er þær fregnir hafi Trump fengið frá Pútín sjálfum, því enginn kannast við umkringda úkraínska hermenn.

Þetta yrði hræðilegt blóðbað, slíkt hefur ekki sést frá seinni heimsstyrjöldinni. Guð blessi þá alla! skrifaði Trump.

Engar fregnir hafa borist af því Rússar hafi umkringt fjölda úkraínskra hermanna í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar hafa sagt hermenn sem voru í hættu á vera króaðir af hafi komist undan.

Í nýjustu yfirlýsingum varnarmálaráðuneytis Rússlands um gang mála vegna innrásarinnar kom ekkert fram um umkringda úkraínska hermenn í Kúrsk. Þar segir átök standi enn yfir og drónar séu notaðir gegn hersveitum á undanhaldi.

Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk

Herforingjaráð Úkraínu hefur sent út tilkynningu vegna ummæla Trumps. Þeir segja enga hermenn í Kúrsk umkringda. Rússar séu búa til þessar sögusagnir í pólitískum tilgangi.

Ráðið segir úkraínska hermenn hafa hörfað í betri varnarstöðu. Þeir berjist enn í Kúrsk og í dag hafi að minnsta kosti þrettán sinnum komið til átaka við rússneska hermenn í héraðinu.

Повідомлення про нібито оточення противником українських підрозділів в Курській області не відповідають дійсності та створюються росіянами заради політичних цілей і тиску на Україну та партнерів. pic.twitter.com/r 35 yCXjzUk]]-Генеральний штаб ЗСУ (@GeneralStaffUA) March 14, 2025

Hermenn með bundnar hendur teknir af lífi

Pútín fór til Kúrsk í fyrradag, þar sem hann talaði um komið yrði fram við úkraínska hermenn í Kúrsk eins og hryðjuverkamenn. Í gær sagði Dmitró Lubinets, sem kemur mannréttindamálum fyrir ríkisstjórn Úkraínu, frá því rússneskir hermenn hefðu tekið að minnsta kosti fimm úkraínska stríðsfanga af lífi.

Rússneskir hermenn hafahafa í vikunni deilt myndbandi á netinu sem sýnir fimm menn klædda úkraínskum herbúningum liggja látna í jörðinni í Kúrsk. Fjórir þeirra voru með hendur bundnar fyrir aftan bak og annað myndefni sem birt hefur verið á netinu sýndi hermennina lifandi eftir þeir gáfust upp og voru handsamaðir af Rússum.

Í yfirlýsingu frá Lubinets segir hann aftökum sem þessum hafi fjölgað verulega og er yfirlýsing studd af myndefni sem rússneskir hermenn og Úkraínumenn hafa birt á undanförnum mánuðum.

Lubinets segir þeta til marks um kerfisbundnar aftökur á úkraínskum stríðsföngum og ummæli Pútíns um hryðjuverkamenn vísi til þess hermönnum hafi verið skipað taka úkraínska fanga af lífi.

Opinn fyrir vopnahléi eeeen

Bandarískir erindrekar ferðuðust í gær til Rússlands þar sem þeir hafa rætt við ráðamenn um tillögu þeirra þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna.

Pútín tjáði sig um tillöguna í gær, þar sem hann sagðist opinn fyrir vopnahléi en hafnaði tillögu Bandaríkjamanna. Lagði hann fram skilyrði sem ólíklegt þykir verði samþykkt.

Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki fullu, auk Krímskaga, Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu.

Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni.

Washington Post sagði frá því í gær starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna væru þeirrar skoðunar Trump hefði ekki látið af þeim ætlunum sínum yfirráðum yfir Úkraínu. Skýrsla hafi verið samin fyrr í þessum mánuði þar sem fram kemur Pútín hafi ekki áhuga á binda enda á stríðið en Trump hefur þó ítrekað haldið því fram á undanförnum vikum.

Heimildarmenn WP segja jafnvel þó Pútín endi á því samþykkja vopnahlé muni hann nota það til fylla upp í raðir hersveita sinna og undirbúa nýjar árásir. Hann væri líklegur til brjóta gegn vopnahléinu og í senn saka Úkraínumenn um bera ábyrgð á því.

Pútín sagði í gær vopnahlé yrði fylgja skilyrði um Úkraínumenn mættu ekki styrkja varnir sínar að nokkru leyti yfir þrjátíu daga tímabilið.

Vill ólmur gera samkomulag

Einn heimildarmanna WP sagði svo virtist sem greiningar leyniþjónusta Bandaríkjanna um Pútín vildi áfram yfirráðum í Úkraínu, færu í taugarnar á Trump.

Forsetinn vill ólmur samkomulagi og Rússar eru ekki sýna nein merki um þeir vilji láta eftir. Þeir eru auka kröfur sínar.

könnun sem Reuters og Ipsos gerðu í Bandaríkjunum sýnir meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump of náinn yfirvöldum í Moskvu.

Í heildina sögðust 56 prósent aðspurðra sammála því. Meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins var hlutfallið 89 prósent en það var 27 prósent meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins.

Nafnalisti

  • Dmitró Lubinets
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Ipsoskönnunarfyrirtæki
  • Kúrskkjarnorkukafbátur
  • Marchaðstoðarmaður Rangnick
  • Truth Socialsamfélagsmiðill
  • Vladimír Pútínforseti
  • Washington Postbandarískt dagblað
  • WPpólsk sjónvarpsstöð

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 902 eindir í 46 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 41 málsgrein eða 89,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.