Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri hjá Ceedr
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-04-02 12:49
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Jón Haukur Baldvinsson hefur tekið við nýrri stöðu svæðisstjóra hjá stafrænu markaðsstofunni Ceedr á Íslandi. Hann hefur mikla reynslu í sölu- og markaðsmálum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Ceedr er hinn stafræni armur Pipar\TBWA sem sérhæfir sig í notkun stafrænna leiða í sölu- og markaðssetningu fyrir fyrirtæki þvert yfir Norðurlöndin og í Evrópu.
Jón Haukur var í framlínu markaðsmála fyrir Icelandair á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur einnig starfað hjá Byko, Marel, Icelandic Glacial í Bandaríkjunum og Coca-Cola á Íslandi.
Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í auglýsinga- og markaðsfræði frá London College of Communications.
Sjá einnig]] Velta Ceedr eykst um 40% milli ára
„Jón Haukur er mikill fengur fyrir Ceedr því hann er reynslubolti úr okkar geira. Þekking og reynsla hans nýtist bæði viðskiptavinum Ceedr og Pipar\TBWA gríðarlega vel og er hann öflug viðbót í stjórnendateymi okkar,“ segir Hreggviður S. Magnússon, framkvæmdastjóri Ceedr.
Hjá Ceedr starfa á þriðja tug starfsmanna sem þjónusta um 100 fyrirtæki.
„Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri vegferð sem Ceedr er á þykir mér virkilega spennandi. Stofan hefur mjög sterkan grunn og hjá henni starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks sem kemur víðsvegar að úr heiminum og býr yfir mikilli þekkingu. Umsvifin eru að aukast jafnt og þétt hér á landi og á hinum Norðurlöndunum og það verður spennandi að fá tækifæri til þess að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Jón Haukur.
Nafnalisti
- Coca-Coladrykkjarvöruframleiðandi
- Hreggviður S. Magnússonleiðtogi í stafrænni markaðssetningu hjá The Engine
- Icelandic Glacialvörumerki
- Jón Haukur Baldvinssonrekstrarstjóri SSP á Íslandi
- London College of Communications
- Marelíslenskt fyrirtæki
- TBWAalþjóðleg auglýsingakeðja
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 240 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,71.