Menning og listir

Nýr þáttur á Samstöðinni: Hipp-hopp varpið

Laufey Líndal Ólafsdóttir

2025-04-02 13:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hipp hopp varpið hefur göngu sína á Samstöðinni föstudaginn 4. apríl. Þættirnir verða á dagskrá næstu vikur á föstudögum klukkan 20.

Þáttastjórnendur eru þau Laufey Ólafs og Sesar A og eins og nafnið gefur til kynna fjalla þeir um hipp hopp og þá menningu sem því tilheyrir. Í fyrsta þættinum spjalla þau saman um m.a. sína fyrstu aðkomu hipp hoppi og ýmsar minningar því tengdu. Í framhaldinu þau gesti í heimsókn til rýna betur í saumana á þessu fyrirbæri sem hipp hopp menningin er.

Hipp hopp skiptist upphaflega í tónlist, myndlist og dans (rapp/hipp hopp tónlist, graffitti og break dans & electric boogie). Síðan hefur það þróast og fjöldi undirflokka myndast. Rifjuð verða upp fyrstu kynni af menningunni, hvaða áhrif það hafði á líf viðkomandi og upplifun af samfélaginu sem það lifir í. Gerð verður tilraun til rifja upp söguna hér heima og minningar tengdar henni.

Laufey er alin upp á miklu tónlistarheimili og byrjaði ung setja saman blandspólur (mixtapes) og fikta við skífuþeytingar, en hún kynntist hipp-hoppi um miðjan níunda áratuginn og kolféll fyrir kúltúrnum. Laufey bjó í London mestallan tíunda áratuginn og lifði þar og hrærðist í rasta- og soundsystem-kúltúr borgarinnar. Að auki þeytti hún skífum og spilaði þá bland af fönki, djassi, reggíi og hipp-hoppi. Laufey skrifaði BA-ritgerð í stjórnmálafræði um feminisma í hipp-hoppi árið 2017 og kafaði þar ofaní fræðilega anga menningarinnar sem á augljósar rætur í sögu svartra bandaríkjamanna.

Sesar A hefur verið kallaður afi íslensks hipp hopps, hann á langan feril baki innan menningarinnar sem hófst á æskuárum hans í Danmörku snemma á níunda áratug síðustu aldar. Árið 2001 gaf hann út fyrstu rappplötuna eingöngu á íslensku, Stormurinn á eftir logninu. Hann hefur gefið út fleiri plötur hérlendis og erlendis. Sesar A eru meðlimur í danshipphoppsveitinni Mæðraveldið.

Nafnalisti

  • Laufey Ólafs
  • Sesar Arappari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 321 eind í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 76,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,49.