Mann­réttinda­brot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu

Erlingur Erlingsson

2025-03-31 16:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þrátt fyrir mikill fréttaflutningur um Úkraínustríðið þá er helst fjallað um framgang átakanna, stuðning Vesturlanda og mögulegar leiðir til friðar. Sjaldan er fjallað um þann gríðarlega fjölda stríðsglæpa og mannréttindabrota sem einkennt hafa ólöglegan hernað og hernám Rússa.

Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna, sem Ísland situr í, skipaði sjálfstæða rannsóknarnefnd í marsbyrjun 2022 til þess rannsaka brot á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum og tengda glæpi í samhengi átakanna. Nefndin var skipuð með vísan til fregna af grófum og kerfisbundnum mannréttindabrotum Rússa.

Rannsóknarnefndina leiðir norski mannréttindasérfræðingurinn Erik Møse, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og fyrrverandi forseti Alþjóðadómstóls sem stofnaður var í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda. Með honum skipa nefndina virtir sérfræðingar í mannréttindamálum frá Kólumbíu og Indlandi.

Nefndin sendi frá sér nýja skýrslu 19. mars sl. sem hefur verið töluvert fjallað um í fjölmiðlum erlendis, en lítið eða ekkert hér heima. Í henni er fjallað um gríðarlegt umfang mannréttindabrota rússneskra stjórnvalda í Úkraínu.

Þvinguð mannshvörf

Skýrslur nefndarinnar hafa áður fjallað um hvernig rússnesk stjórnvöld beita umfangsmiklum þvinguðum mannshvörfum í öllum herteknum héruðum. Fórnarlömb eru t.d. sveitastjórnarfólk, opinberir starfsmenn, blaðamenn og aðrir sem Rússar telja ógni hernaðarlegum markmiðum þeirra í Úkraínu. Margir stríðsfangar hafa einnig verið látnir hverfa með sama hætti. Lítið er vitað um afdrif fólksins, en til margra þeirra hefur ekkert spurst mánuðum eða árum saman.

Fólk sem hefur verið látið hverfa hefur einnig orðið fórnarlömb alvarlegra brota og glæpa, svo sem sæta pyntingum og kynferðisofbeldi. Rússnesk yfirvöld hafa neitað veita upplýsingar um afdrif fólksins sem nefndin telur skýrt merki um viðleitni Rússa neita þeim um lögbundna vernd. Í ljósi sönnunargagna sem nefndin hefur aflað, er niðurstaða hennar þessi þvinguðu mannshvörf séu hluti af skipulagðri stefnu rússneskra stjórnvalda og teljist glæpir gegn mannkyni.

Pyntingar

Nefndin hefur áður komist þeirri niðurstöðu pyntingar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu teljist glæpir gegn mannkyni. Þá kemur fram grófustu pyntingunum var beitt við yfirheyrslur, oft undir stjórn Öryggisþjónustu Rússlands (FSB). Meðal pyntingaraðferða sem beitt hefur verið eru harkalegar barsmíðar, raflost, bruni, kyrkingar, kæfingar og hengingar, auk nauðgana og annars kynferðisofbeldis. Fórnarlömb pyntinga Rússa voru bæði borgarar og stríðsfangar og nefndin nefnir pyntingum var beitt í refsiskyni, en einnig til þess knýja fram falskar játningar eða vitnisburð sem nota mætti gegn öðrum. Nefndin kemst þeirri niðurstöðu þessi skipulagða beiting pyntinga hafi það markmiði hafa stjórn á íbúum hertekinna svæða og þannig tryggja yfirráð Rússa.

Kerfisbundið kynferðisofbeldi

Í framhaldi af fyrri niðurstöðum nefndarinnar um kerfisbundna beitingu kynferðisofbeldis við pyntingar fjallar skýrslan um nýjar upplýsingar um slíkt ofbeldi gegn konum sem teknar hafa verið haldi. Rússnesk stjórnvöld beittu konur nauðgunum og hópnauðgunum auk annars ofbeldis með því markmiði niðurlægja. Slíkt ofbeldi hefur vitanlega langvarandi áhrif á fórnarlömb þess. Lýsingar á þessum pyntingum eru ítarlegar í skýrslunni og vert kynna sér vitnisburðinn þó hann ekki birtur hér.

Samkvæmt fyrri skýrslum nefndarinnar voru flest fórnarlömb kynferðisofbeldis Rússa karlmenn, en þessi skýrsla lýsir því hvernig því er einnig beitt gegn konum. Kemst nefndin þeirri niðurstöðu þetta ofbeldi teljist stríðsglæpir sem hafi langvarandi líkamlegt og andlegt tjón í för með sér.

A 26-year-old female prisoner of war, who was detained for over two years by Russian authorities after her surrender in May 2022, was subjected to multiple acts of violence in a detention facility in the Russian Federation. During interrogations, personnel of the Federal Penitentiary Service tied her hands and severely beat her for hours on various parts of her body. During one such session, they removed her top clothing, hung her by her arms and further beat her in that position. During another session, they stripped her naked, placed her face down, blindfolded. They tied her hands and ankles, and raped her with a rubber baton, while telling her that she deserved everything that had happened to her. The victim was bleeding, lost consciousness and could not stand or walk after that. She stated, It was just pain. I couldn’t even breathe. I couldn’t understand why they would do that to me, how they could do that to someone. The former detainee suffered other acts of abuse and humiliation and was ultimately placed in solitary confinement for eight months. After her release, she had to undergo medical rehabilitation, two surgeries, and developed an additional serious medical condition.

Aftökur stríðsfanga

Skýrslan fjallar einnig um rannsóknir nefndarinnar á vaxandi fjölda atvika þar sem rússneskir hermenn drepa eða særa úkraínska hermenn sem hafa særst, verið teknir höndum eða sem reyna gefast upp (hors de combat). Einnig eru dæmi um særðir hermenn sem geta ekki tekið frekari þátt í átökum hafi verið drepnir með drónum. Öll slík dráp telst til stríðsglæpa og segir í skýrslunni slíkum tilfellum hafi fjölgað mjög á síðasta ári. Nefndin hefur tekið viðtöl við 48 rússneska liðhlaupa sem segjast hafa fengið fyrirmæli frá yfirmönnum um taka enga fanga og drepa þá sem reyna gefast upp, sem bendir mati nefndarinnar til skipulagðrar stefnu.

Brot Úkraínu

Nefndin rannsakar tilkynnt brot beggja aðila í styrjöldinni. Einn þriggja meðlima nefndarinnar Pablo de Greiff, sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph mikill munur væri þó á umfangi og alvarleika brotanna, sem væri vart hægt bera saman ( here we are talking about completely different universes both of magnitude and of gravity).

Engu að síður hefur nefndin rannsakað upplýsingar um úkraínskir hermenn hafi drepið rússneska hermenn sem voru alvarlega særðir eða höfðu gefist upp. Þó sagði de Greiff þar hamlaði rannsóknum Rússar hafi neitað eiga samstarf við nefndina og hafi ekki svarað neinu af 34 erindum hennar sem vörðuðu möguleg brot á rússneskum hermönnum.

Einnig fjallar nefndið um brot úkraínskra stjórnvalda gegn aðilum sem sakaðir hafa verið um vinna með hernámsliði eða almennt með rússneskum stjórnvöldum. Er þar um ræða mannréttindabrot á borð við ólöglegar handtökur og fangelsun, pyntingar í tveimur tilfellum og eitt þvingað mannshvarf.

Ólöglegt árásarstríð

Allt þetta á sér vitanlega stað í kjölfar þess Rússar hófu ólöglegt stríð sitt, í trássi við Stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, gegn Úkraínu fyrir rúmum þremur árum. Upphaf átakanna var hins vegar 2014 og hafa skýrslur áður fjallað um fregnir af mannréttindabrotum á hernumdum svæðum sem reynst hefur erfitt rannsaka vegna skorts á aðgengi sérfræðinga.

Eins er rétt athuga skýrslan sem hér er fjallað um nær aðeins til tiltekinna brota, og nær því ekki utan um önnur brot eins og ólöglegar árásir rússneska hersins á borgara og borgaraleg skotmörk. Eins hafa aðrar skýrslur fjallað um brot á réttindum barna, þar á meðal ólöglegan brottflutning barna frá Úkraínu. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fjallaði nýlega í ræðu um umfangsmikil mannréttindaáhrif stríðsins sem og mikilvægi þess friður náist á grundvelli mannréttinda.

Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Hann starfaði náið með mannréttindateymi í Afganistan 200911.

Nafnalisti

  • AfterA Love Story
  • Erik Møse
  • Federal Penitentiary Service
  • FSBrússnesk leyniþjónusta
  • Itkvikmynd
  • Mayfyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til þess að sækja Trump heim
  • Pablo de Greiff
  • Russiansveit
  • Russian Federation
  • Shealþjóðleg jafnréttisráðstefna
  • Úkraínustríðiðaðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1232 eindir í 60 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 47 málsgreinar eða 78,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.