„Gæti verið auðveldara að eiga við Rússland“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-07 18:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir kannski auðveldara eiga við Rússa en Úkraínumenn í baráttunni um binda enda á stríðið í Úkraínu.

Ég á erfiðara með eiga við Úkraínu og þeir hafa ekki spilin í sínum höndum, segir Trump. Það er kannski auðveldara eiga við Rússland.

Þetta er meðal þeirra orða sem forsetinn bandaríski lét falla á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington-borg rétt í þessu.

Segist hann treysta Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Ég trúi honum, segir Trump, spurður hvort hann telji Pútín vilja semja um frið.

Þrátt fyrir það segir hann Rússar séu sprengja Úkraínu til helvítis. Hann hafi lagt Rússum stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum.

Veit ekki hvort Úkraína vilji semja um frið

Spurður hvers vegna Bandaríkin muni ekki veita Úkraínu loftvarnarkerfi í ljósi ákvörðunar sinnar um stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu segir Trump hann viti ekki hvort Úkraínumenn vilji semja um frið.

Ef þeir vilja ekki semja, þá erum við farnir, segir Trump og bætir við hann reyna stöðva dauðann.

Varar hann jafnframt við því ástandið geti þróast í þriðju heimsstyrjöldina ef ekki verði samið um frið.

Evrópulönd kunni ekki enda stríðið

Spurður hvers vegna hann telji Evrópulönd hafi ekki fundið upp á eigin friðaráætlun í Úkraínu svarar Trump stundum eru spurningar ósvaranlegar.

Segir hann þeir kunna ekki enda stríðið en hann hafi aftur á móti hugmynd um hvernig hann geti bundið enda á það.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Vladimír Pútínforseti

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 276 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.