Stjórnmál

Segir yfirlýsingar stangast fullkomlega á

Magnús Geir Eyjólfsson

2025-03-25 16:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna á þingi fóru fram á það við upphaf þingfundar forseti þingsins hlutist til um Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og geri grein fyrir þeim spuningum sem enn er ósvarað í tengslum við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrum mennta- og barnamálaráðherra.

Bentu þeir á yfirlýsingar forsætisráðherra og uppljóstrarans í málinu stönguðust á og ef rétt reynist forsætisráðherra hafi sagt þinginu ósatt í fyrirspurnartíma í gær það alvarlegt mál. Varpa þurfi meira ljósi á stjórnsýsluna í málinu og aðkomu forsætisráðuneytisins því.

Tímalína sem vissulega var birt, annars vegar varpar ljósi á hér var ekki farið með rétt mál af hálfu forsætisráðherra í pontu í gær. Þær stangast fullkomlega á við orð uppljóstrarans í málinu sem vildi koma upplýsingum á framfæri við ráðuneytið. Þetta eru það veigamikil atriði það er bara rétt hæstvirtur forsætisráðherra fái skýra mál sitt gagnvart þinginu, sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um fundarstjórn forseta.

Segir margbúið upplýsa um málið

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, benti á forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað svarað fyrir málið, jafnt í viðtölum, blaðamannafundum og í þinginu. Auk þess hafi allar upplýsingar er málið varða verið birtar og forsætisráðherra hafi sjálf sagt hún væri ekki mótfallin því þingið skoði málið enn frekar.

Það hefur ekkert staðið á vilja neins til upplýsa eða fræða eða fara yfir það sem þarna gerðist og ástæðan fyrir því er mjög einföld. Það er ekkert sem blasir við í þessu máli sem segir hæstvirtur forsætisráðherra hafi brugðist með einhverjum hætti ranglega við.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Hildur Sverrisdóttirfyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Sigmar Guðmundssonþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 274 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.