„Vonum að þetta verði síðustu tveir leikir sem við spilum annars staðar“
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-03-19 16:05
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í fóbolta vonar að komandi leikir verði síðustu tveir leikir sem liðið leikur annars staðar en á Laugardalsvelli. Fram undan eru leikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna. Leikið verður á heimavelli Þróttar í Laugardalnum þar sem endurbætur standa yfir á Laugardalsvelli.
Þrátt fyrir að vonast til að sem fyrst aftur á Laugardalsvelli segir Þorsteinn að KSÍ geri allt sem í sínu valdi stendur til að gera völlinn að heimavelli sínum.]]“ Það er tilhlökkun að spila þarna eins og fyrir alla landsleiki. Það verður gaman að spila þarna og þetta skiptir okkur máli. Völlurinn sem slíkur er ekkert viss fyrir okkur. Þetta er bara gervigrasvöllur sem við spilum á hérna. Okkar von er að þetta verði síðustu tveir leikir sem við spilum annars staðar en á Laugardalsvelli. Við leggjum upp með það þannig. Við ætlum bara að kveðja þá velli á góðu nótunum.“ [[[[Mynd úr viðureign íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gegn Þýskalandi. Mummi Lú
Allt rautt hjá Þrótti
Ísland vann Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á Kópavogsvelli fyrir ári. Gerir landsliðið eitthvað öðruvísi þegar kemur að þessum leikjum?
„Það er ákveðið setup sem er gert hér innanhúss varðandi að gera þetta að landsleik. Það er náttúrulega allt rautt þarna hjá Þrótti þannig það þarf að líma ýmislegt á veggi. Davíð þarf að fara að gera eitthvað af viti þarna,“ sagði Steini og hló í átt að Davíð Erni Kolbeins starfsmanni KSÍ.]]“ Þannig að hlutirnir verði eins og landsleikur. Við setjum upp alls konar hluti þannig að þetta sé eins og heimavöllurinn okkar. Að það sé mikið af bláum litum þarna og allt það. Þannig að allt svoleiðis er sett upp þannig að þetta sé eins og þetta sé heimavöllur okkar. [[“ Að þetta sé gert á þann hátt að okkur líði eins og við séum að fara að spila landsleik. Það skiptir máli. Þannig að þetta líti út eins og þetta sé landsliðsumhverfi. Að þetta sé eins og þetta sé heimavöllur íslenska landsliðsins. Þannig við setjum það svoleiðis upp og það er gert af fólki hérna innanhúss.“
„Hjá liðinu breytist í sjálfu sér ekkert beint varðandi það á hvaða velli við erum að spila,“ bætti hann við að lokum.
RÚV
Þorsteinn ræddi einnig eftirfarandi í viðtalinu:
Innkomu Hildar Antonsdóttur og Amöndu Andradóttur í hópinn
Staðan á meiðslum Glódísar Perlu Viggósdóttur
Sögulega háa stöðu landsliðsins á FIFA listanum. Hefur það áhrif á sjálfsmynd liðsins?
Hvernig er að mæta liðum í Þjóðadeildinni sem Ísland mun mæta í lokakeppni EM. Ætlar Þorsteinn sér að geyma einhvern ás í erminni fyrir EM?
Eru næstu tveir leikir úrslitaleikir?
Nafnalisti
- A-deildríki
- Amanda Andradóttirlandsliðskona
- Davíðtextasmiður og tónlistarspekúlant
- Davíð Örn Kolbeins
- Glódís Perla Viggósdóttirlandsliðskona
- Hildur Antonsdóttirmiðjumaður
- Mummi Lúljósmyndari
- SteiniÞorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari
- Þorsteinn Halldórssonlandsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 471 eind í 38 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 78,9%.
- Margræðnistuðull var 1,76.