Tollarnir geti verið „högg“ fyrir sjávarútveginn
Ritstjórn mbl.is
2025-04-02 23:19
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að 10% tollur Bandaríkjanna á Ísland geti verið högg fyrir íslenskan sjávarútveg.
„Það sem skiptir máli er að skoða hvaða áhrif þetta hefur á sjávarútveginn, fiskafurðir. Bandaríkin, sérstaklega fyrir ferskan fisk, eru alveg gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og það er stór hluti af okkar útflutningsmarkaði,“ segir Þorgerður í samtali við mbl.is og heldur áfram:
„Það sama gildir um lækningavörur, lyf og kísil og að mig minnir útflutningi á vatni. En þetta getur verið högg fyrir sjávarútveginn og við þurfum að skoða það hvaða afleiðingar þetta mun hafa.“
Áliðnaðurinn sleppi líklega
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld 10% lágmarkstoll á allar innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Þar að auki lentu fleiri tugi þjóða í því að fá gagntolla frá Bandaríkjunum sem eru margfalt hærri.
Ísland lenti ekki í því.
Þorgerður nefnir að á fyrra kjörtímabili Trumps, þegar hann hækkaði tolla á innflutt ál, hafi það ekki haft sérstök áhrif á íslenska álframleiðslu þar sem slíkur útflutningur sé fyrst og fremst til Evrópuríkja.
Því gerir hún ekki endilega ráð fyrir því að þetta muni hafa of slæm áhrif á áliðnaðinn.
„Utanríkisþjónustan tilbúin í bátana“
„Þegar markaðir eru opnir og frjálsir þá gera þeir líka fyrirtækin hreyfanlegri og þau eru mjög flink að leita upp aðra markaði. Þetta er samtal sem við ætlum að eiga fyrir atvinnulífið og skoða við getum gert. Allavega er utanríkisþjónustan tilbúin í bátana,“ segir Þorgerður.
Á morgun munu stjórnvöld funda með atvinnulífinu til að fara yfir stöðuna betur.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 266 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 93,8%.
- Margræðnistuðull var 1,64.