Sæki samantekt...
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta séu rangir og að þeir geti auðveldlega leitt til tollastríðs. Segir hún að komi til tollastríðs muni það veikja Bandaríkin.
Trump tilkynnti fyrr í kvöld um gagntolla sem munu leggjast á þjóðir um allan heim sem eru með tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Sem dæmi tilkynnti forsetinn að allar innfluttar vörur frá Evrópusambandinu myndu sæta 20% tollum.
Sagði hann að ESB væri að meðaltali með 39% toll á bandarískar vörur.
„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna að samkomulagi við Bandaríkin með það að markmiði að koma í veg fyrir tollastríð sem myndi veikja ríkið í vestri í þágu annarra alþjóðlegra aðila,“ skrifaði Meloni í yfirlýsingum.
Telja tollana óréttlætanlega
Aðrir þjóðarleiðtogar hafa einnig brugðist við tollum Trumps.
Á meðal þeirra er Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu en 10% tollur leggst á innfluttar vörur frá Ástralíu. Hann segir tollana „algjörlega óréttláta“ en á sama tíma ekki óvænta.
Micheál Martin, forsætisráðherra Írlands, tekur í sama streng og starfsbróðir hans frá Ástralíu. Hann segir að ekki sé hægt að réttlæta tollana en að Írland muni vinna náið með ESB um hvernig sé best að halda áfram.
Nafnalisti
- Anthony Albaneseforsætisráðherra Ástralíu
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Giorgia Meloniforsætisráðherra Ítalíu
- Micheál Martinforsætisráðherra Írlands
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
- Trumpskosningabarátta
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 210 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,61.