Stjarnan með þrefaldan sigur í hópfimleikum
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-03-23 19:41
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Stjarnan er bikarmeistari í hópfimleikum í öllum flokkum sem keppt var í. Kvennasveitin var skörpust og Stjarnan var eina félagið sem sendi lið til leiks í blönduðum flokki og karlaflokki. Því unnu þau lið sjálfkrafa.
Stjarnan sendir því þrjú lið á Norðurlandamót í hópfimleikum sem fram undan er.
Gerpla náði öðru sæti í kvennaflokki og tryggði sér þar með einnig sæti á Norðurlandamótinu.
Mummi Lú
Einkunnir Stjörnunnar í kvennaflokki:
Dýna: 16,6
Trampolín 16,650
Gólf: 19,25
Lokaeinkunn: 52,5
Lið Gerplu. Frá bikarmóti í hópfimleikum árið 2025 sem haldið var í Egilshöll. Mummi Lú
Einkunnir Gerplu í kvennaflokki:
Dýna: 15,6
Trampólín: 16,8
Gólf: 17,9
Lokaeinkunn: 50,3
Mummi Lú
Selfoss var í þriðja sæti í kvennaflokki með 46,5 í einkunn.
Nafnalisti
- Mummi Lúljósmyndari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 130 eindir í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 95,2%.
- Margræðnistuðull var 1,98.