Íþróttir

Jóhann Berg kallaður inn í lands­liðið

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-03-21 12:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Arnar Gunnlaugsson hefur kallað Jóhann Berg Guðmundsson inn í íslenska landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Jóhann Berg var ekki valinn í upphaflega landsliðshópinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Al-Orobah í Sádi-Arabíu.

Hann hefur verið kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn gegn Kósovó í Murcia á Spáni á sunnudaginn. Íslendingar töpuðu fyrri leiknum gegn Kósovóum í Pristína í gærkvöldi, 21.

Ef Jóhann Berg kemur við sögu í leiknum á sunnudaginn kemst hann í hundrað leikja klúbb íslenska landsliðsins. Hann hefur leikið 99 landsleiki og skorað átta mörk.

Íslendingar æfðu á Spáni fyrir fyrri leikinn gegn Kósovó og þar hitti Jóhann Berg félaga sína í íslenska liðinu. Það kom aftur til Spánar í dag eftir leikinn í Pristína.

Leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Jóhann Bergur Guðmundssonleikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni
  • Pristínahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 151 eind í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,87.