Ráðuneyti fylgir tillögu hagræðingarhópsins
Ritstjórn mbl.is
2025-03-17 09:17
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Atvinnuvegaráðuneytið hefur hætt prentun þingskjala sem lögð eru fram á Alþingi.
Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins.
Þar kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin út frá hagræðingar- og umhverfissjónarmiðum.
Í tillögu hagræðingarhóps sem settur var á laggirnar í janúar kom fram að prentun þingskjala kosti ríkið tugi milljóna árlega.
Um 30 eintök hafa verið prentuð síðustu ár af öllum þingskjölum ráðuneytisins fyrir þingið. Talsvert hefur verið dregið úr prentun innan Stjórnarráðsins síðustu ár, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Pappírsmagnið mikið
„Þessi ákvörðun er eiginlega sjálfgefin,“ er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra í tilkynningu.
„Ég þekki það af eigin reynslu af þingsetu að það pappírsmagn sem er í umferð á þingi er mikið. Við það að afhenda skjölin einungis rafrænt sparast bæði fjármunir og pappír. Þeim þingmönnum sem vilja frekar handleika pappír en að lesa af skjá er síðan í lófa lagið að fá útprent af þingskjölum eftir þörfum.“
Nafnalisti
- Hanna KatrínFriðriksson
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 168 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,55.