Íþróttir

„Horfi enn þá mjög já­kvæður á fram­haldið“

Sindri Sverrisson

2025-03-23 19:31

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar, segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld.

Viðtalið við Stefán sjá hér að neðan.

Ísland var 21 undir í hálfleik og tapaði leiknum 31, og því einvíginu samtals 52. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð.

Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum?

Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér spila, segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá hér ofan.

Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er fara bomba í burtu.

Við þurfum fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag, segir Stefán Teitur.

Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun?

Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag.

Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum gjöra svo vel og standa okkur, segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust.

Nafnalisti

  • Arnarfrystitogari
  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
  • Bjarkistúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar
  • C-deildriðill 1
  • Stefán Teitur ÞórðarsonSkagamaður
  • Sverrirforstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðarráðherra 1983-85, menntamálaráðherra 1985-87 og bankastjóri Landsbanka Íslands
  • Þórirrisastór klúbbur í alþjóðlegum handbolta

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 408 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.