Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Pressan

2025-04-03 09:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Marcin Majerkiewics, sem er 42 ára, er heltekin af hryllingsmyndum og það virðist hafa verið kveikjan því hann barði meðleigjanda sinn, hinn 67 ára Stuart Everett, til bana á heimili þeirra í Winton í Salford á Englandi í mars á síðasta ári.

Þegar hann hafði gert út af við Stuart, skar hann líkið í 27 hluta og fláði húðina af höfuðkúpunni. Hann setti líkamshlutana í plastpoka og fór í strætó með þá og dreifði þeim í Manchester.

The Independent segir þessi tveggja barna faðir, sem er frá Póllandi, heltekin af viðbjóðslegum hryllingsmyndum.

Það tók kviðdóm tæpar tvær klukkustundir komast niðurstöðu þegar málflutningi lauk í undirrétti í Manchester í síðustu viku. Höfðu réttarhöldin þá staðið í þrjár vikur.

Marcin neitaði sök en færði engin rök fyrir neitun sinni.

Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi og á fyrst möguleika á reynslulausn eftir 34 ár.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 822 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Nafnalisti

  • Marcinenginn nýgræðingur í því að skipuleggja leiklistarhátíðir
  • Marcin Majerkiewics
  • Pietadrama
  • Salfordlið í eigu fyrrum leikmanna Manchester United
  • Stuartbróðir
  • Stuart Everett
  • The Independentbreskt blað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 245 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,79.